Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 97
F é l a g s a u ð u r , e f n a h a g s þ r e n g i n g a r o g Í s l a n d 1 TMM 2017 · 1 97 í Bandaríkjunum 2007–2008 og birtust í falli Lehman Brothers. Fjölmargar aðvaranir fræðimanna og annarra (sjá t.d. Akerlof and Romer, 1993; Black, 1995; Stiglitz, 2010, 5. kafli; Ferguson, 2012) fyrir og eftir fallið enduróma orð Galbraiths. James K. Galbraith var ómyrkur í máli í skriflegum vitnisburði sínum fyrir réttarfarsnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings árið 2010 sem hann lauk með þessum orðum: „[…] tilveru landsins er ógnað. Annaðhvort vinnur réttarkerfið sitt verk eða markaðskerfið verður ekki endurreist. Vandleg, gagnsæ, skilvirk og róttæk hreinsun þarf að fara fram í fjármálakerfinu, og einnig meðal þeirra opinberu embættismanna sem brugðust trausti almenn- ings. Fólk í fjármálakerfinu verður að fá að finna fyrir mætti laganna á eigin skinni. Og almenningur sem býr við lög verður að sjá klárt og skýrt að sú sé raunin.“ Í þessari ritgerð verður hugað að samspilinu á milli áfalla í fjármála kerf um og félagsauðs, en sé hann látinn drabbast niður getur það grafið undan vexti og viðgangi efnahagslífsins og hugsanlega stuðlað að auknum þreng ingum. Gerður verður tölulegur samanburður á reynslu Bandaríkjanna á 3. og 10. áratug 20. aldar, fram til ársins 2008 annars vegar, og svo aftur reynslu Sví- þjóðar og Íslands. Vinnutilgátan er að rýrnandi félagsauður geti verið bæði undanfari og afleiðing lítils eða skrykkjótts hagvaxtar og fjármálakreppu. Frá misskiptingu til kreppu Samkvæmt Galbraith (1988) báru veltiárin á 3. áratug síðustu aldar í sér vísa að Hruninu mikla 1929. Margir sjá nú þegar þeir líta til baka svipaða þróun í Bandaríkjunum frá 9. áratugnum og áfram þegar Bandaríkjaþing aflétti regluverki í fjármálageiranum, eins og það hefði gleymt öllum lærdómum af heimskreppunni, t.d. árið 1999 þegar þingið afnam lögin frá 1934, kennd við þingmennina Glass og Steagall, og reif þannig niður skilrúmið á milli starf- semi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka og leyfði bankamönnum að fara sínu fram að vild (Þorvaldur Gylfason et al., 2010, 4. kafli). Þó nokkur þeirra stórskaðlegu óheillaskrefa frá 1920 sem Galbraith lýsti voru stigin aftur 80 árum síðar. Við lítum fyrst á tekjuskiptinguna. Í skýrslu The Economic Policy Institute (2011) segir að laun bandarískra framkvæmdastjóra, í hlutfalli við almenn laun, hafi vaxið frá því að vera 30-föld árið 1960 upp í 270-föld árið 2008. Í hinu áhrifamikla verki sínu, Capital in the Twenty­first Century (2014), birtir Thomas Piketty gögn sem sýna sláandi samsvörun milli áranna 1920 og 1990 í Bandaríkjunum og fleiri löndum, hvernig hlutur þeirra 10% sem hæstar höfðu tekjur hafði vaxið í heildartekjum bandaríkjamanna frá 40% í 50% milli áranna 1920 til 1929 og aftur milli áranna 1990 og 2008. Samsvarandi tölur frá Norðurlöndum í dag eru 20% og 25% í öðrum löndum Evrópu. Myndir 1 og 2 sýna tölur fyrir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.