Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 123

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 123
R æ ð u r v i ð a f h e n d i n g u í s l e n s k u b ó k m e n n t a v e r ð l a u n a n n a TMM 2017 · 1 123 leikurinn er auðvitað sá að þetta eru bara manneskjur, rétt eins og við. Við skulum ekki hlusta á þá sem segja að við þurfum að loka landamærum og ein- angra okkur þegar það ætti að vera aug- ljóst að núna þurfum við að opna gáttir og vinna saman. Látum ekki hræða okkur til þess að loka augunum fyrir neyð annarra og skella í lás. Nú skulum við vera hugrökk og opna dyrnar. Ég held að það sé skylda í þakkar- ræðu fyrir barnabókaverðlaun að enda ræðuna á að vitna í Astrid Lindgren. Ég gef því bræðrunum Ljónshjarta, þeim Snúði og Jónatan, síðasta orðið: „Ég spurði Jónatan hvers vegna hann yrði að hætta sér út í svona mikla tví- sýnu. Hann gæti líka hæglega setið heima við eldinn í Riddaragarði og látið sér líða vel. En þá sagði Jónatan að það væri til sitthvað sem maður yrði að gera jafnvel þótt það væri erfitt og hættulegt. „Hvers vegna?“ spurði ég undrandi. „Annars er maður ekki manneskja heldur bara lítið skítseiði,“ sagði Jónat- an.“ Takk. Ragnar Axelsson Mig langar að þakka fyrir þann heiður sem mér er sýndur. Ég er óendanlega þakklátur fyrir þessi verðlaun. Þau eru ekki bara mikil viðurkenning á mikil- vægi þess að skrásetja lífshætti á norð- urslóðum, lífshætti sem nú taka hröðum breytingum vegna hlýnunar loftslagsins, heldur eru þau einnig hvatning til að halda verkinu áfram og ljósmynda þær breytingar sem óhjákvæmilega munu verða í náinni framtíð. Það gerist víst ekki af sjálfu sér. Sumir hafa áhyggjur af því að veiðimannasamfélög og smærri byggðir leggist hreinlega af. Aðrir sjá ný tækifæri, það má ekki gleyma því. Lífið heldur áfram. Mig langar að tileinka þessa bók fólkinu á norðurslóðum. Hún er óður til íbúa norðursins. Þær miklu breytingar sem nú verða á norðurhveli jarðar eru og munu verða eitt stærsta mál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Loftslagið breytist hvergi hraðar en í norðrinu. Hlýnað hefur þrisvar sinnum meira á norðurslóðum en annars staðar á jörðinni undanfarna áratugi. Það sem gerist á norðurslóðum á erindi við alla jarðarbúa því það sem þar gerist hefur áhrif á loftslag um allan heim. Fólkið sem býr á norðurslóðum á engan þátt í þeim breytingum sem þar eiga sér stað. Það eru stærri þjóðir sunn- ar á hnettinum. Norðurslóðir eru eins og ísskápur jarðarinnar, hitastillir sem hjálpar til við að gera hitastigið á jörð- inni bærilegt. Við erum að glata þessum ísskáp. Sumum er alveg sama, segja að þetta hafi allt gerst áður og það þurfi ekkert að hugsa frekar út í það, við eigum að fagna því að geta verið á stutt- buxum hér á Íslandi, en þetta er ekki alveg svona einfalt. Hægi Golfstraumur- inn á sér þarf klárlega að fara í síðbuxur aftur, því þá mun kólna hjá okkur. Ég held að allir sem eiga börn og barnabörn vilji geta horft í augun á þeim þegar spurningin kemur: Afi, amma af hverju gerðuð þið ekki neitt? Það þarf stöðugt að upplýsa heiminn um það sem er að gerast. Að skrásetja lífið á norðurslóð- um í myndum er mitt framlag. Íslenskir jöklar munu halda áfram að bráðna vegna þeirrar hlýnunar sem nú þegar hefur átt sér stað og því miður virðist vera engin leið að bjarga þeim. Ef svo heldur fram sem horfir munu þeir hverfa að mestu á næstu 150 til 200 árum. Í fyrramálið fer ég til Scoresby- sunds á Grænlandi. Ég fór þangað fyrst fyrir 30 árum og þá var hitastigið þar í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.