Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 53
Tv ö l j ó ð TMM 2017 · 1 53 Þú ert frjó og stinn, með rass einsog veðrað leðursófasett í miðjum leys- ingum. Þú ert frjó og mjúk, frjáls, flæðir fram einsog skriðjökull upp úr ætum aðhaldsnærfötum. Þú ert frjó, gyðja, guð, goð, góð, þrátt fyrir barneignir, úrvinda musteri sem endurmótar söguna. Og svo framvegis og svo framvegis. LJÓÐ UM #EM2016 Áhlaup, tempó, sókn, tempó, vörn, tempó. Vonbrigðin eru gerð til að sigrast á þeim, einsog Englendingar, einsog timburmenn og hitabylgjan eru gerð til að sigrast á þeim. Við gefumst ekki upp fyrren á móti blæs, gefumst ekki upp í meðbyr þegar allt er liðið hjá, gefumst ekki upp fyrren síðar en það borgar sig að vera vel undirbúin(n) og hefja æfingar snemma. Maður gefst ekki upp bara sisona. Völlurinn er gerður úr grasi, grasið er grænt og við erum sinar, bein og marðar sálir. Í bláum himni spíra vígamenn í takkaskóm sem falla til jarðar einsog perur, einsog jarðsprengjur, einsog föðurlandsástin. Það skiptir öllu að einhver fagni manni; skiptir öllu að þessir ellefu menn sem við fögnum dansi sér einsog möskvar í neti, hreyfi sig einsog vatnaliljur í grashafi, og allir komist heim fyrir hryðjuverkunum og rússnesku fótboltabullunum. Leikurinn leikur sig ekki sjálfur og mestu skiptir að hinir geti ekki neitt, mestu skiptir að deyja ekki, mestu skiptir að sigra, vera með og fá pening frá FIFA og auglýsingatekjur. Í þessari röð. Altso. Söngur, tempó, vörn, tempó, teigur, tempó, skallar og allar þessar ótrúlegu klippingar, allar þessar ótrúlegu sendingar, allar þessar ótrúlegu innáskiptingar. Leikurinn er gerður til að sigrast á honum, líkurnar eru gerðar til að sigrast á þeim, biðraðirnar og varnarveggurinn til að sigrast á þeim. Þessir takkaskór eru bleikir. Þessir magavöðvar selja nærbuxur. Þetta höfuð er tískuyfirlýsing sem sundrar heimilum. Við hvolfum stundaglasinu og það mega allir missa stjórn á tilfinningum sínum meðan enn er sandur í efra hólfinu. Það mega allir vera djöfulóðir, ástin í 120 kílóa líkamsgervi, ekkert nema spik og bein og það verður allt fyrirgefið sem gerist á meðan enn er sandur í efra hólfinu, níutíu mínútur plús uppbótartími, aftur og aftur þar til yfir lýkur, en verið komin heim, undir sæng og búin að slökkva fanatísk fagnaðarópin áður en síðasta sand- kornið fellur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.