Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 125

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 125
TMM 2017 · 1 125 Arngrímur Vídalín Þórbergur um þverveginn Soffía Auður Birgisdóttir. Ég skapa – þess vegna er ég: Um skrif Þórbergs Þórðar­ sonar. Opna, 2015. Það tekur ekki ýkja langan tíma að lesa allt sem skrifað hefur verið um Þórberg Þórðarson, að meðtöldu öllu því sem hann skrifaði um sjálfan sig. Þó hefur fjölgað allhressilega bókum og greinum um hann og ritverk hans á allra síðustu árum, en á hinn bóginn fjalla þau skrif mestmegnis um æviatriði Þórbergs fremur en að þau takist á við verk hans sem bókmenntir og hann sjálfan sem bókmenntapersónu.1 Hið sama mætti raunar segja um fleiri íslenska höfunda; það er einfaldlega erfitt í litlu fræðasam- félagi eins og því íslenska að greina verk þeirra allra ofan í kjölinn og því er víða verk að vinna. Það er því alltaf gaman að vera til þegar ný rannsókn kemur til skjalanna, ég tala ekki um þegar það er fyrsta stóra bókmenntafræðilega úttekt- in á höfundarverki.2 Þess vegna ber að fagna því að lítillega stytt doktorsritgerð Soffíu Auðar Birgisdóttur sé komin út, og líklegt að fleiri en ég hafi beðið þess- arar bókar með óþreyju. Þegar í inngangi er tónninn fyrir framhaldið sleginn, þegar Soffía Auður segir: „Ástæða er til að árétta að ég skoða skrif Þórbergs fyrst og fremst sem bókmenntatexta og athyglin beinist að fagurfræðilegum eiginleikum þeirra. Ég greini og túlka skrif hans og tengi við íslenskar og erlendar bókmenntir frem- ur en að túlka þau út frá æviferli hans eins og aðrir hafa gert svo ágætlega áður.“ (17) Sjálfur hef ég haldið því fram, og mun gera áfram, að erfitt sé að greina Þórberg sjálfan frá verkum hans þar sem þau fjalla iðulega um hann sjálfan,3 en æviatriði hans hafa svo ótt og títt verið lesin úr verkunum að það er löngu kominn tími til að fara aðra leið að þeim. Enda heldur Soffía Auður áfram og segir: „Þó verður ekki hjá því komist að tengja skrif Þórbergs við ýmsa atburði og aðstæður úr lífi hans þar sem efniviður skrifanna er nær undantekn- ingalaust hans eigin ævi, hans eigin reynsla færð í búning skáldskapar. Þá tel ég jafn fráleitt að hafna alfarið tenging- um við ævi og reynslu höfunda og það er að einblína á aðra þætti og túlka öll skrif tiltekins höfundar út frá lífi hans og aðstæðum.“ (17–18) Það yrði erfitt að fallast ekki á þessa nálgun. Í fyrsta kafla bókarinnar ræðst Soffía Auður til atlögu við ýmsar viðteknar hugmyndir eða goðsögur um Þórberg, fyrsta þá að hann hafi fyrst og fremst verið „trúður og sérvitringur,“ og ræðir mögulegan þátt Í kompaníi við allífið eftir Matthías Johannessen í þeirri ímynd, hvort það hafi hreinlega vakað fyrir Ragnari í Smára með útgáfu bók- arinnar að hafa Þórberg að fífli til að gera lítið úr honum sem pólitískum andstæðingi. Fyrir þessu eru ýmis rök færð og alveg ljóst að það hefur hentað hægrimönnum ágætlega að geta afskrif- að Þórberg sem fáráðling hvort heldur sem er (sjá t.d. bls. 35). Ekki síst er það áhugavert að Matthías virðist sjálfur gefa viðlíka í skyn um hugmyndir Ragnars um bókina, á sama tíma og U m s a g n i r u m b æ k u r
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.