Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 24
Þ o r g e i r Tr y g g va s o n 24 TMM 2017 · 3 það mun ei lifa, heldur visna upp. Ég finn þú ilmar enn á grænni grein. (hann kyssir hana) Ó, ljúfa angan, þú sem næstum lætur réttlætið sverð sitt brjóta – einn enn, einn enn! (hann kyssir hana) Vertu jafn fögur dauð, því þá drep ég þig og elska’á eftir – einn enn, já, sá hinsti. (hann kyssir hana) Aldrei var fagurt svo feigt. Svo nú ég græt en grimmum tárum, líkt og Guð á himnum sem refsar elsku vegna. Ó, hún vaknar.5 Hér vekur strax athygli að lykilorð upphafsins tekur á sig þrjár ólíkar myndir í þýðingunum. „cause“ verður „sök“ hjá Helga, „mál“ hjá Hallgrími, en Matthías víkur sér undan nafnorðinu, „hún drýgði þetta“. Á hinn bóginn nota bæði Helgi og Matthías „hrein“ til að þýða „chaste“ meðan Hallgrímur velur hið bókstaflegra „skírlífu“. Samkvæmt orðskýringum E.A.J. Honigman hefur „cause“ sterka lagalega yfirtóna sem skila sér í öllum útleggingunum. „Þetta er málið“ hjá Hallgrími hefur að auki skýra vísun í hversdagslegt, jafnvel hálf-lágkúrulegt, talmál nútímans. Sem segja má að þó það eigi sér ekki beina hliðstæðu í þessari ræðu á enskunni þá sé það ekki á skjön við óstöðugt sálarástand Óþellós á þessari stundu að flengjast milli þess háa og hins lága. Enginn nær þó að skila grunnmerkingunni fyllilega: orsök, tilefni aðgerða. Hallgrímur einn nær líka að halda til haga þeirri tilfinningu að Óþelló vilji hlífa hinum saklausu (hreinu/skírlífu) stjörnum við að útmála glæp Desde- mónu. Allir hafa þýðendurnir tilhneigingu til að taka gerandann úr sambandi í þessari ræðu. Hjá Shakespeare lýsir Óþelló því yfir að hann hyggist ekki úthella blóði Desdemónu, en það loforð verður að almennri og ópersónu- legri stefnuyfirlýsingu hjá þeim þremenningum, sem eykur á hátíðleikann en dregur úr dramanu. Það má líka staldra við orðið „shed“. Lausn Matthíasar hljómar klúðursleg í nútímaeyrum, og var það kannski alltaf. Helgi eykur enn á fjarlægðina frá raunveruleikanum með hinu hlutlausa „streyma“ en Hallgrímur fer aftur bókstaflegu leiðina með „úthella“, og skilar fyrir vikið einhverju af ógninni sem tapast við að láta Óþelló ekki segjast ætla sjálfur að ganga í það verk. Bæði Helgi og Matthías halda til haga orðinu „alabastur“. Það gefur mynd- inni af hinni hreinu og hvítu Desdemónu hátíðleika og hefur tengt huga áheyrenda Shakespeares beint við minnismerki um látið hefðarfólk. Við höfum fæst nokkra hugmynd um hvað alabastur er, og mér er engin eftirsjá í því úr texta Hallgríms. Athygli vekur að enginn þeirra grípur til orðsins „gifs“ yfir fyrirbærið sem „alabastur“ er hið forna heiti á.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.