Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 39
L æ r d ó m a r a f t r y l l t r i ö l d TMM 2017 · 3 39 göngu Pútíns. Hann hefur gagnrýnt undanlátssemi Vesturlanda í málefnum Úkraínu hvað eftir annað; sá sem les í bók hans um það skefjalausa ofbeldi sem íbúar landsins máttu þola á fyrrgreindu tímabili getur auðveldlega tekið undir þá skoðun hans að þjóðir heimsins eigi ekki að taka því þegjandi að rússneska stórveldið úrskurði einhliða um landamæri Evrópu. Snyder hefur fjallað um örlög Úkraínu í fjölda blaðagreina, en hann skrifar reglulega fyrir The New York Review of Books, The New York Times og Times Literary Supplement, svo einhver séu nefnd, og hefur þá hvergi hlíft hinu hálf-fasíska stjórnarfari Pútíns sem hann nefnir svo. Hér er ekki rými til að ræða öll helstu sagnfræðiverk Snyders, enda brestur mig kunnáttu til þess, en nefna má að hann hefur líka skrifað ævisöguleg verk, einsog bókina um Wilhelm von Habsburg (The Red Prince, Rauði prinsinn, New York 2008) þar sem segir frá þýskum aðalsmanni sem lét sig dreyma um að verða leiðtogi úkraínskra bænda í frelsisstríði eftir fyrri heimsstyrjöld, beið ósigur, og fór eftir það um víðan völl millistríðsáranna, í fyrstu sem leynilegur liðsmaður Þjóðverja og síðar sem breskur njósnari um Stalín. Ótrúleg ævi hans gefur Snyder kost á að bregða upp nýjum myndum af sínu uppáhalds viðfangsefni, Evrópu á fyrri hluta 20. aldar. Síðasta bók hans á undan kverinu um harðstjórn fjallar um helförina (Black Earth – The Holocaust as History and Warning, New York 2015) þar sem hann nýtir sér margvíslegar lítt kunnar og nýfundnar heimildir til að sýna fram á hversu nærri helförin sé okkur í sögunni, miklu nær en við viljum horfast í augu við. Greinargerð Snyders þykir merk, ekki síst hvað varðar gyðinga- morðin í Austur-Evrópu sem mörg hver voru framin í vanhelgri samvinnu þýska hersins og heimamanna. En hæpnari telja margir kenningar hans um að fyrsta hluta 21. aldarinnar svipi æ meir til fyrsta hluta hinnar tuttugustu, þar sem saman fari barátta um mat og vatn og hugmyndafræðilegar atlögur að heimsskipaninni (sjá t.d. umfjöllun Richard J. Evans í Guardian, 10/9 2015). Það er ekki samanburðurinn sjálfur sem veldur ágreiningi, heldur hvernig Snyder nýtir hann til að skýra útrýmingu Þjóðverja á gyðingum. Hitt er síður deilt um að Hitler gekk harðast fram í fjöldamorðum þar sem þjóðríkin voru í upplausn og allar stofnanir lýðræðisins fallnar; gyðingar áttu mesta möguleika á að halda lífi þar sem þessar stofnanir voru enn virkar, einsog í Belgíu eða Danmörku (og má þar minna á nýlega og áhugaverða bók Bo Lidegaard um afdrif dönsku gyðinganna, Landsmænd – de danske jøders flugt 1943, 2013). Þess vegna leggur Snyder áherslu á það í harðstjórnarkveri sínu að fólk verði að standa vörð um stofnanir lýðræðisins á viðsjárverðum tímum, og á þá við stofnanir í víðum skilningi: „Veldu þér því stofnun sem þér þykir vænt um – dómstól, dagblað, lagasetningu, verkalýðsfélag – og stattu með henni“, segir þar (22). Það fer ekki hjá því að sumt af því sem Snyder segir um hætturnar sem steðja að stofnunum lýðræðisins geti minnt á upplausnartímann sem við lifðum á Íslandi í nafni auðhyggjunnar skömmu fyrir hrun.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.