Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 55
Ú r D a g a r a f ó l g a n d i h j a r t s l æ t t i TMM 2017 · 3 55 fólk sem tilheyrir einhverjum öðrum ættbálki. Að líkja þeim við geimverur væri of augljóst. Þess í stað verð ég að minna mig á að það eru ótal leiðir til þess að vera í heimi skriftanna og að þessar leiðir geta virst misframandi eftir því hver maður er. Það eru til rithöfundar sem verða stanslaust að skrifa svo þeim líði bærilega. Þá gætum við kallað ritvélarnar. Ýmislegt gefur til kynna að ég sé sjálf í ferli með að breytast í ritvél, að mér sé ekkert mikilvægara en að skrifa. Það er líka mikilvægt að gefa út bók, en það er ekki sama undir- stöðuatriði og að skrifa. Fyrir ritvélinni er bókin þannig undirskipuð, það er ekki fyrir hana sem ritvélin skrifar. Það er aldrei fyrir bókina, frægðina eða peningana sem hún skrifar. Það er aldrei til að hafa einhvern stað til að hengja upp sjálfsmynd sína. Fyrir ritvélinni eru skriftirnar aldrei snagi til að hengja sjálfsmynd sína á. Að bók, frægð eða peningar verði samt snagi til að hengja sjálfsmynd sína á, það fylgi því að skrifa, er ekkert sem hún kvartar undan, en það er ekki þess vegna sem hún skrifar. Hún skrifar einsog hún dregur andann. Hvern einasta dag. Inn og út. Inn og út. *** Að skrifa er aðferð til þess að vera í tengslum við sjálfa sig og heiminn. Það er aðferð til þess að skilja – og stundum skilja ekki – sjálfa sig. *** Á hillu í eldhúsinu stendur pokinn með þurrkuðu ansjósunum sem þú sendir mig heim með, svo ég gæti gert mína eigin þarasúpu. Þær eru útrunnar en það er ekki vegna þess að ég viti ekki hvort ég komi til með að nota þær. *** Daginn sem þú eldaðir fyrir mig einsog mamma þín var vön að elda fyrir þig, þann dag var ég hamingjusamari en ég hef verið lengi. Þú gerðir kór- eskar pönnukökur, þú gerðir þarasúpu, þú gerðir kimchi, þú gerðir allt sem mér finnst gott. Og á meðan þreif ég rúðurnar hjá þér, sem höfðu ekki verið þrifnar í fimm ár. Þú spurðir mig meðan ég þreif rúðurnar hvaða þýðingu það hefði fyrir mér að þú værir kóresk. Ég gat ekki útskýrt hvað það þýddi fyrir mig og ef ég hefði reynt, hefði ég óttast að þú vildir ekki lengur hitta mig. *** Fyrir þig hefur það þýðingu að ég sé kóresk, en ekki jafn mikla og það hefur fyrir mig, tek ég eftir. ***
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.