Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 90

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 90
A l d a B j ö r k Va l d i m a r s d ó t t i r  90 TMM 2017 · 3 frásagnarinnar er fíkn Amöndu dregin skýrt fram: „Það er kunnara en frá þurfi að segja að við viljum öll flýja. Ég flý alltaf inn í mína eftirlætisbók, Hroka og hleypidóma.“19 Pamela Regis heldur því fram að Hroki og hleypidómar sé „besta ástar- saga sem skrifuð hefur verið“. Skáldsagan sýni „fullkomið vald Austen á greininni“,20 en því er ekki að neita að sagan hefur haft mótandi áhrif á kvennamenningu nútímans. Hroki og hleypidómar er samanburðarverk bæði fyrir ástarsöguna og skvísusöguna en glæpasagnadrottningin P.D. James lýsti verkinu sem „Mills og Boon, skrifuðu af snill ingi“.21 Þá sprengingu sem verður í Austen-tengdri menningu á síðustu tveimur áratugum má rekja til sjónvarpsþáttaraðarinnar Hroki og hleypidómar frá 1995 þegar Colin Firth gerði kvenþjóðina vitlausa í hlutverki sínu sem Darcy. Í kjölfarið komu út mörg hundruð aðlaganir á Hroka og hleypidómum þar sem algengt þema er Darcy þráhyggja kvenhetjunnar. Herra Darcy er ein mikilvægasta fyrirmynd hinnar hrokafullu, valds- mannslegu og viljasterku karlhetju ástarsögunnar ásamt persónunni Roc- hester, úr skáldsögu Charlotte Brontë, Jane Eyre, en hann er jafnframt myrkari hetja, ofbeldis- og ástríðufull, sem á erfitt með að temja skap sitt. Í Romance and the Erotics of Property segir Jan Cohn frá því að söguþráður vinsælla ástarsagna gangi út á kynferðislegt samband kvenhetju og karlhetju og hefjist á því að pari sögunnar líki ekki vel við hvort annað. Ekki hjálpar að kvenhetjan verður sér meðvituð um kynþokka karlhetjunnar. Það eru erótísk viðbrögð sem vekja með henni ótta, miklu fremur en árásargirni og hroki karlhetjunnar. Ógnin af karlinum gerir sigur kvenhetjunnar undir sögulok sætari, en hún temur ofsafullt kynferði hans með hjálp ástarinnar.22 Cohn tekur þannig undir með mörgum ástarsagnahöfundum, því hún telur sögurnar fagna sigri konunnar á hinum sterka karlmanni sem í lokin hefur verið yfirbugaður. Konan endurskapar flagarann og gerir hann bæði að elsk- huga og tryggum eiginmanni.23 Doreen Owens Malek tekur í sama streng í grein sinni „Mad, Bad and Dan- gerous to Know“, en hún segir að fantasían í vinsælum ástarsögum gangi út á að sterkur, drottnunar- og árásargjarn karlmaður gefi sig á vald konu. Þannig sé baráttan milli kynjanna sett á svið og konan vinni alltaf sigur. Karlinn í ástarsögum blótar kannski og stappar, hann afneitar kannski kvenhetjunni og hafnar henni, eða reynist henni að minnsta kosti erfiður. En undir lokin gefst hann upp af því að hann verður að gera hana að sinni. Því harðari sem hann er, þeim mun betra. Þótt við viljum kannski blíðan, tilfinninganæman, nútímalegan karlmann inn í líf okkar, á sá sem er í sögunum að vera hroka- fullur, goðsagnakenndur stálnagli. Því forhertari sem hann er, þeim mun sætari verður sigurinn þegar kvenhetjan knésetur hann.24 Herra Darcy í sögu Austen er óumræðilega ein af mikilvægustu fyrir- myndum drambsömu og viljastyrku karlhetjunnar, þó að hann sé ekki jafn hættulegur og hún er gjarnan. Nú hefur verið reynt að ráða bót á þessu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.