Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 104

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 104
U m s a g n i r u m b æ k u r 104 TMM 2017 · 3 Kona Magna gerbreytir svo húsinu eftir dauða Regínu og færir það í átt að nútímatísku með því að brjóta niður veggi og stækka herbergi og stofur. Þannig gengur húsið í gegnum ýmis hamskipti eins og fjölskyldan sjálf og ber merki ólíkra kvenna og kynslóða. Bækurnar eru eitt af því sem breytist, en Guðmundur faðir Guðgeirs á gott bóka- safn og les fyrir son sinn og segir honum sögur. Guðgeir erfir bókhneigðina en eiginkonur þeirra beggja hafa ekki mikla þolinmæði gagnvart tali um bækur, þær eru ómenntaðar og upptekn- ar af húsmóðurhlutverkum sínum. Arn- dís er reyndar öll af vilja gerð, en tíma- setningar Guðgeirs eru ekki alltaf heppi- legar og þannig rofna tengslin millli þeirra smátt og smátt, þó vissulega sé hjónabandið enn ástríkt. Regína heillast af bókunum þegar hún flytur í húsið og byrjar á því að draga þær allar úr skáp- um og dreifa um herbergi og gólf, gluggar í hitt og þetta og selur loks allt eða gefur. Bækur koma síðan aftur inn í húsið með Magna sem tekur við draumi afa síns um að verða rithöfundur. Þessi saga bókanna er eitt af fjölmörgum dæmum um þá margvíslegu þræði sem rekja sig milli kynslóða í Fórnarleikum, á hógværan og látlausan hátt. Óminnishegrinn Í þessu sjáum við líka kynslóðaminni – bæði í merkingunni að muna og hinni bókmenntalegu merkingu að eitthvað fyrirbæri skjóti endurtekið upp kollin- um. En minnið er eitt af því sem Álfrún vinnur með í verkum sínum og kom sér- staklega skýrt fram í síðustu skáldsögu hennar, Siglingin um síkin (2012). Þar, líkt og í Yfir Ebrofljótið (2001), er áhersl- an á það að muna og rifja upp, en aðal- persónur beggja bóka eru aldrað fólk sem er byrjað að gleyma. Hér er minnið tekið öðruvísi tökum, þó vissulega sé einskonar upprifjun til staðar í grúski Magna. Hverfulleiki minnisins er enn til staðar en nú er hann sýndur með því að tefla saman minningum ólíkra einstakl- inga sem hver man eftir sínu höfði. Þetta er sérlega áberandi í samskiptum Arn- dísar og Regínu, en Regína er afar ólík móður sinni og kennir henni að auki um hvernig fór fyrir föður hennar. Regína er ör og dramatísk, dálítið eins og faðir hennar, en Arndís er jarð- bundin og róleg. Fyrir utan minning- arnar um hvarf föðurins þá er helsta ágreiningsefni þeirra samband Regínu við barnsföður sinn, en hann er giftur maður. Regína platar mömmu sína og segir henni að þau séu gift, en Arndís uppgötvar svikin og getur ekki fyrirgef- ið dóttur sinni. Samskipti þeirra eru stirð, meðal annars vegna spurninga um minningar og talsmáta, en Arndís sér ekki ástæðu til að ræða hlutina mikið meðan hin öra Regína krefst meiri athygli. Þetta kemur vel fram í samtali sem þær mæðgur eiga (ekki) þegar Arn- dís tekur skyndiákvörðun um að heim- sækja dóttur sína og tengdason. Arndís er fyrirfram óörugg, hefur aldrei ferðast og kann illa við sig í ókunnu umhverfi þar sem hún talar ekki málið. Eftir góða máltíð hjá dóttur sinni hælir hún henni fyrir eldamennskuna „og bætti við að hún hefði bersýnilega lært sitt af hverju varðandi matargerð og kvaðst vona að það sama ætti við um annan lærdóm.“ Regínu sárnar og segir við mömmu sína: „Þú hefur aldrei haft trú á mér“ (27). – Það er ekki rétt, sagði Arndís og þar með var málið útrætt af hennar hálfu, lítið upp úr því að hafa að reyna að sýna fram á með rökum að hún hefði haft trú á Regínu alveg frá upphafi, trú á hæfileikum hennar og sjálfstæði sem stundum var fullmikið, að henni fannst. Hún hafði með ráðum og dáðum stutt hana til náms. En auðsætt var að Regína
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.