Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Síða 13
11
þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur dragist meira saman en áður var talið en
viðskiptahallinn við útlönd minnki.
Þjóðarframleiðslan er nú talin verða 6% minni í ár en í fyrra. Viðskiptakjörin
við útlönd eru talin verða 3% betri í ár en í fyrra og þjóðartekjur dragast því
minna saman en framleiðslan, eða um 4V2%. Framleiðslusamdrátturinn, sem nú
er horft fram á, er minni á mælikvarða landsframleiðslu1) en þjóðarframleiðslu,
eða 4V2%, þar eð auknar vaxtagreiðslur til útlanda hafa áhrif á síðarnefnda
mælikvarðann en ekki hinn fyrrnefnda. í spá um útflutningsframleiðsluna á
þessu ári er gert ráð fyrir, að sjávarafurðaframleiðslan verð 4% minni en í fyrra,
eða um 16% minni en árið 1981. Önnur framleiðsla til útflutnings er hins vegar
talin aukast og því er spáð, að útflutningsframleiðslan í heild verði 1% minni á
þessu ári en í fyrra.
Sýnt er, að mjög dregur úr innlendri eftirspurn á þessu ári og þar með úr
umsvifum í greinum, sem framleiða fyrir innlendan markað. í spánni er gert ráð
fyrir, að kaupmáttur ráðstöfunartekna dragist saman um 13% í heild en að
einkaneysla skerðist minna, eða um 9%. Neysla og fjármunamyndun eru alls
talin munu dragast saman um 8% og er það álitið hafa í för með sér nær 15%
samdrátt almenns vöruinnflutnings, að olíuvörum undanskildum. Samkvæmt
þessu mun rýrnun kaupmáttar og eftirspurnar koma mun harðar niður á
innflutningi en innlendri vöru og þjónustu.
Síðastliðið ár var, sem fyrr segir, halli á viðskiptum íslendinga við önnur lönd,
sem nam 10% af þjóðarframleiðslu. Gjaldeyrisstaða þjóðarbúsins versnaði af
þessum sökum um 1 164 milljónir króna, reiknað á meðalgengi ársins. Erlendar
skuldir íslendinga jukust verulega, eða um 14% í dollurum talið, og greiðslu-
byrðin af erlendum lánum fór yfir fimmtung útflutningstekna. Erlendar skuldir
námu í árslok 1982 48% af þjóðarframleiðslu, samanborið við 34-37% árin
næstu á undan. Nú er gert ráð fyrir, að mjög dragi úr viðskiptahallanum á þessu
ári og að það stafi fyrst og fremst af þrennu: I fyrsta lagi verður gengið á þær
miklu útflutningsvörubirgðir, sem söfnuðust í fyrra og hitteðfyrra, svo að
útflutningur mun aukast þrátt fyrir samdrátt í framleiðslu; í öðru lagi dregur
mjög úr innflutningi í ár vegna rýrnandi kaupmáttar og minnkandi eftirspurnar;
og í þriðja lagi batna viðskiptakjörin við útlönd. Viðskiptahallinn er nú talinn
verða um 2V2% af þjóðarframleiðslu. Enda þótt spáð sé mikilli aukningu
útflutningstekna og tillit sé tekið til þeirrar vaxtalækkunar, sem þegar er fram
komin á alþjóðalánamarkaði, er gert ráð fyrir, að greiðslubyrði af erlendum
lánum verði svipuð í ár og í fyrra, enda jukust erlendar skuldir mjög í fyrra og
þær vaxa enn í ár. Þetta þýðir, að áfram verður fimmtungi útflutningstekna varið
til þess að greiða afborganir og vexti af erlendum lánum.
Aukin greiðslubyrði í hlutfalli við útflutningstekjur og hækkun hlutfalls
erlendra skulda af þjóðarframleiðslu á sér að nokkru tímabundnar skýringar í
snöggum samdrætti útflutnings og framleiðslu og hækkun vaxta á alþjóðalána-
1) Þetta hugtak er nánar skilgreint á bls. 66.