Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Síða 14
12
markaði. Að hluta er þó um varanlegri aukningu að ræða, því erlendar skuldir
hafa farið vaxandi um árabil. Öll tímasetning og túlkun á hlutfallstölum af þessu
tæi er vandasöm, bæði vegna sveiflna í útflutningi og framleiðslu og eins af því,
að árangur framkvæmda, sem ætlað er að bæta viðskiptajöfnuð og fjármagnaðar
hafa verið með erlendum lánum, skilar sér misjafnlega fljótt og vel. En jafnvel
þótt litið sé til þessara atriða, virðist um verulega aukningu erlendrar skulda-
byrði að ræða á síðustu árum.
Síðari hluta ársins 1982 og fyrri hluta þessa árs færðist verðbólgan mjög í
aukana. Árshækkun framfærsluvísitölunnar til maímánaðar síðastliðins var um
87% og hækkunin frá ágúst 1982 til jafnlengdar á þessu ári var tæplega 103%.
Eftir þær efnahagsaðgerðir, sem gripið var til í maímánuði, eru taldar horfur á,
að verulega dragi úr verðbólgunni undir lok ársins. Hækkun framfærsluvísitölu
frá upphafi til loka ársins er talin verða um 80% en meðalhækkunin um 87%.
Verðbólgan um áramót er talin munu svara til um 30% árshækkunar, og er þá
miðað við spá um verðbreytingar síðustu þrjá mánuði ársins. Spáin um
verðbólgustig í lok ársins svo og um verðhækkun frá upphafi til loka árs er af
mörgum ástæðum óviss. Mikil óvissa ríkir ekki hvað síst um það, hversu fljótt og
í hvaða mæli efnahagsaðgerðir á síðastliðnu vori munu slá á verðbólguna.
Fyrri helming þessa árs voru um 1 400 manns að meðaltali skráðir atvinnu-
lausir í mánuði hverjum, eða 1,2% af mannafla samanborið við 1% á sama tíma í
fyrra en 0,7% til jafnaðar allt árið 1982. Skráð atvinnuleysi í júlí svaraði til 0,6%
af mannafla. Ljóst er, að atvinna er nú minni en verið hefur undanfarin ár og
óvissa ríkir um atvinnuástand síðustu mánuði ársins. Haldist rekstur undirstöðu-
greinanna í horfinu, ætti ekki að vera hætta á atvinnubresti á þessu ári, en
atvinnuleysisskráning eykst vafalaust undir lok ársins eins og jafnan á þeim
árstíma. Að meðaltali gæti skráð atvinnuleysi því svarað til rúmlega 1% af
mannafla á þessu ári.
Árið 1982 héldu þjóðarútgjöld áfram að vaxa, þótt þjóðarframleiðsla drægist
saman. Sá mikli samdráttur, sem spáð er í þjóðarútgjöldum á þessu ári, dregur
verulega úr þessum mun. Þó verður enn um nokkurn viðskiptahalla að ræða og
hafa verður í huga, að bati viðskiptajafnaðarins í ár stafar að hluta af
birgðabreytingum. Mikil nauðsyn er á því að ná viðunandi jafnvægi milli
þjóðarútgjalda og þjóðartekna. í þessu felst langvinnur aðlögunarvandi, sem
ekki verður leystur með því einu að lagfæra misgengi milli útgjalda og tekna á
þessu og síðasta ári, því mörg undanfarin ár hefur yfirleitt komið til viðskipta-
halla, þrátt fyrir mikla útflutningsframleiðslu. Erlendar skuldir þjóðarinnar og
greiðslubyrði þeirra vegna hafa náð þeim mörkum, að ekki virðist ráðlegt að
halda lengur áfram á þeirri braut að fjármagna verulegan viðskiptahalla með
erlendu lánsfé, nema á móti standi framkvæmdir, sem ótvírætt bæta stöðu
þjóðarbúsins út á við á næstu árum.