Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 14

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 14
12 markaði. Að hluta er þó um varanlegri aukningu að ræða, því erlendar skuldir hafa farið vaxandi um árabil. Öll tímasetning og túlkun á hlutfallstölum af þessu tæi er vandasöm, bæði vegna sveiflna í útflutningi og framleiðslu og eins af því, að árangur framkvæmda, sem ætlað er að bæta viðskiptajöfnuð og fjármagnaðar hafa verið með erlendum lánum, skilar sér misjafnlega fljótt og vel. En jafnvel þótt litið sé til þessara atriða, virðist um verulega aukningu erlendrar skulda- byrði að ræða á síðustu árum. Síðari hluta ársins 1982 og fyrri hluta þessa árs færðist verðbólgan mjög í aukana. Árshækkun framfærsluvísitölunnar til maímánaðar síðastliðins var um 87% og hækkunin frá ágúst 1982 til jafnlengdar á þessu ári var tæplega 103%. Eftir þær efnahagsaðgerðir, sem gripið var til í maímánuði, eru taldar horfur á, að verulega dragi úr verðbólgunni undir lok ársins. Hækkun framfærsluvísitölu frá upphafi til loka ársins er talin verða um 80% en meðalhækkunin um 87%. Verðbólgan um áramót er talin munu svara til um 30% árshækkunar, og er þá miðað við spá um verðbreytingar síðustu þrjá mánuði ársins. Spáin um verðbólgustig í lok ársins svo og um verðhækkun frá upphafi til loka árs er af mörgum ástæðum óviss. Mikil óvissa ríkir ekki hvað síst um það, hversu fljótt og í hvaða mæli efnahagsaðgerðir á síðastliðnu vori munu slá á verðbólguna. Fyrri helming þessa árs voru um 1 400 manns að meðaltali skráðir atvinnu- lausir í mánuði hverjum, eða 1,2% af mannafla samanborið við 1% á sama tíma í fyrra en 0,7% til jafnaðar allt árið 1982. Skráð atvinnuleysi í júlí svaraði til 0,6% af mannafla. Ljóst er, að atvinna er nú minni en verið hefur undanfarin ár og óvissa ríkir um atvinnuástand síðustu mánuði ársins. Haldist rekstur undirstöðu- greinanna í horfinu, ætti ekki að vera hætta á atvinnubresti á þessu ári, en atvinnuleysisskráning eykst vafalaust undir lok ársins eins og jafnan á þeim árstíma. Að meðaltali gæti skráð atvinnuleysi því svarað til rúmlega 1% af mannafla á þessu ári. Árið 1982 héldu þjóðarútgjöld áfram að vaxa, þótt þjóðarframleiðsla drægist saman. Sá mikli samdráttur, sem spáð er í þjóðarútgjöldum á þessu ári, dregur verulega úr þessum mun. Þó verður enn um nokkurn viðskiptahalla að ræða og hafa verður í huga, að bati viðskiptajafnaðarins í ár stafar að hluta af birgðabreytingum. Mikil nauðsyn er á því að ná viðunandi jafnvægi milli þjóðarútgjalda og þjóðartekna. í þessu felst langvinnur aðlögunarvandi, sem ekki verður leystur með því einu að lagfæra misgengi milli útgjalda og tekna á þessu og síðasta ári, því mörg undanfarin ár hefur yfirleitt komið til viðskipta- halla, þrátt fyrir mikla útflutningsframleiðslu. Erlendar skuldir þjóðarinnar og greiðslubyrði þeirra vegna hafa náð þeim mörkum, að ekki virðist ráðlegt að halda lengur áfram á þeirri braut að fjármagna verulegan viðskiptahalla með erlendu lánsfé, nema á móti standi framkvæmdir, sem ótvírætt bæta stöðu þjóðarbúsins út á við á næstu árum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.