Þjóðarbúskapurinn

Eksemplar

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Side 17

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Side 17
15 áhrifanna á verðlag fer að gæta og hvaða áhrif aðgerðirnar í launamálum hafa á atvinnu og greidd laun fremur en á kauptaxta. Niðurstöður um breytingar kaupmáttar tekna eru því afar óvissar og sama máli gegnir um áhrif samdráttar- ins í kaupmætti á einkaneyslu og innflutning. Þær óvissu verðlagsspár, sem gerðar hafa verið með hliðsjón af þeim ráðstöfunum, sem ákveðnar voru í lok maí, sýna mikla hjöðnun verðbólgu á síðustu mánuðum ársins. Undir lok þess gæti verðbólgan verið komin niður undir 30% miðað við heilt ár, en ætla má, að án viðnámsaðgerða og að óbreyttu hefði verðbólgan verið 130-140%. ítrekað skal, að mikil óvissa ríkir um það, hversu fljótt þessar aðgerðir skila árangri. Kaupmáttur taxtakaups, sem var um 11% lakari á fyrri hluta ársins en á sama tíma í fyrra, er talinn verða 22% lakari síðari hluta ársins en á sama tíma í fyrra. Árið allt yrði kaupmáttur taxta því 18% lægri en að meðaltali í fyrra, og er þá reiknað með hinum lögboðnu hækkunum taxtakaups á síðari hluta ársins en öðrum ekki. Rýrnun kaupmáttar taxta er talin verða 6% meiri en orðið hefði án aðgerða (9% meiri síðari hluta árs), en þessi skerðing er að hluta unnin upp af þeim mildandi fjármálaaðgerðum, sem áður var gerð grein fyrir. Eins og nánar er fjallað um hér á eftir, er áætlað, að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna minnki ekki eins mikið og kaupmáttur taxtakaups, eða um 14% á mann. í því mati fléttast saman margir þættir. Þær horfur, sem hér hafa verið raktar, fela í sér meiri samdrátt innlendrar eftirspurnar, einkum innflutningseftirspurnar, en áður var reiknað með, og er nánari grein gerð fyrir þessu efni hér á eftir. Fyrstu áhrif efnahagsaðgerðanna hafa án efa í för með sér samdrátt í eftirspurn og umsvifum á þessu ári, minni viðskiptahalla en ella hefði orðið og undir lok ársins mun að líkindum draga til muna úr verðbólgu. Fyrir þessar aðgerðir var talið, að atvinnuöryggi væri veruleg hætta búin. Ráðstafanirnar breyta þeim horfum, en erfitt er að ætlast nákvæmlega á um heildaráhrifin. Atvinnuhorfur voru ótryggar orðnar í undir- stöðugreininni, sjávarútvegi, áður en til aðgerðanna var gripið, bæði vegna aflatregðu og misgengis innlends og erlends verðlags. Ráðstafanirnar í maílok bættu stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi til muna svo og í þeim greinum, sem eiga mest undir viðgangi hans. Ljóst er og, að rekstrarstaða útflutnings- og samkeppnisiðnaðar hefur sjaldan verið betri en í kjölfar þessara aðgerða. Á hinn bóginn er hætt við, að samdráttur tekna og eftirspurnar leiði til minnkandi umsvifa í ýmsum atvinnugreinum, sem starfa fyrir innlendan markað. Á móti vegur þó, að samdrátturinn mun líklega beinast að innflutningi í mun meira mæli en innlendri vöru og þjónustu. Þannig ætti samkeppnisstaða þeirra greina, sem keppa við innflutning eða bera mikinn hluta framleiðslukostnaðar innanlands en verulegan hluta af tekjum í gjaldeyri, að batna að mun. Má því ætla, að atvinnuáhrif aðgerðanna verði jákvæð, þegar á allt er litið. Niðurstaðan ræðst þó einnig af þróun annarra þátta efnahagsmála, bæði þeim, sem eru í höndum stjórnvalda, og þeim, sem ekki eru á þeirra valdi, svo sem aflabrögðum og viðskiptakjörum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.