Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 27

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 27
25 Þær vísbendingar, sem fyrir liggja um hag þeirra vörugreina, sem einkum framleiða fyrir innanlandsmarkað, eru mjög af skornum skammti. Ef að líkum lætur hefur þó gengisþróunin ráðið mestu um afkomu þessara greina. Einkum á þetta þó við um þær greinar, sem keppa hvað mest við innflutning. Samanburð- ur á þróun innlends verðlags og hækkun á verði erlends gjaldeyris leiðir í ljós, að frá ársmeðaltali 1981 til 1982 hækkaði erlendur gjaldeyrir í verði um nálægt 61%, en hækkun kauptaxta á sama tíma var um 50%. Aðrir almennir mælikvarðar á þróun innlends verðlags eins og lánskjaravísitala, framfærsluvísi- tala og vísitala byggingarkostnaðar sýna verðbreytingar á bilinu 51-56%. Af þessu má ráða, að samkeppnisstaða innlends iðnaðar hafi styrkst og hagur hans því væntanlega vænkast á síðasta ári. í þessu sambandi er þó rétt að geta þess, að samanburður við árið 1981 er þeim annmarka háður, að á því ári var samkeppnisstaða innlends iðnaðar óvenju erfið vegna þess, hve gengi íslensku krónunnar lækkaði lítið í samanburði við innlenda verðlagsþróun. Með svipuðum hætti má ráða í afkomubreytingar í innlendum iðngreinum á þessu ári. Þannig var meðalverð á erlendum gjaldeyri nær 110% hærra á miðju þessu ári en að meðaltali 1982. Á sama tíma er talið, að launakostnaður hafi aukist um 60%. Almennar verðlagshækkanir eru hins vegar taldar á bilinu 85- 95% á sama tíma. Með hliðsjón af þessum vísbendingum má því ætla, að samkeppnisstaða innlends iðnaðar muni batna enn frekar á þessu ári. Á það er þó rétt að benda, að hér er stuðst við vísbendingar um þróun helstu afkomuþátta á síðustu misserum en ekki heildaráætlanir um rekstrarstöðu. Landbúnaður. Að öllu samanlögðu má segja, að árferðið 1982 hafi verið í meðallagi, hvað landbúnað varðar. Þó var heldur kaldara en í meðalári og þurrkar háðu sprettu framan af sumri. Á hinn bóginn töfðu óþurrkar heyskap síðari hluta sumars norðanlands. Heyfengur var þó svipaður og árið áður. Sauðfé fækkaði á árinu um 50 þúsund, en bændur voru styrktir sérstaklega til að fækka fé, enda skuldbyndu þeir sig til að fjölga ekki aftur um sinn. Sauðfjárslátrun var 3,2% minni en árið áður en fallþungi dilka um 1% meiri. Framleiðsla kindakjöts á síðasta ári var tæplega 14 þúsund tonn, eða rúmlega 3% minni en 1981. Innvegin mjólk hjá mjólkursamlögunum nam um 105 milljónum lítra, eða H/2% meira en árið 1981. Er það nærri 16 milljónum lítra minni framleiðsla en árið 1978, er hún varð mest. í heild er framleiðsla nautgripaafurða talin hafa aukist um 2% á síðasta ári, en nautgripaslátrun minnkaði um 2%. Um aðrar búgreinar má helst nefna, að ræktun garðávaxta og framleiðsla afurða gróðurhúsa varð heldur minni en árið áður, en kartöfluuppskera jókst um rúman fimmtung. Á undanförnum árum hefur nýjum búgreinum verið komið á fót og hefur athyglin einkum beinst að refa- og fiskrækt. Árið 1982 voru stofnuð 57 ný refabú og eru þau nú orðin 86 á öllu landinu. Framleiðsla landbúnaðarafurða er í heild talin hafa orðið svipuð árið 1982 og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.