Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 29

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 29
27 fyrra. Útflutningur á ostum hélt áfram að minnka og var fyrri helming ársins aðeins rúmlega fjórðungur þess sem var á sama tíma í fyrra. Samkvæmt upplýsingum Framleiðsluráðs landbúnaðarins dróst sala á kindakjöti saman fyrri helming þessa árs um rúmlega 4% miðað við sama tíma í fyrra. Sala á nautakjöti minnkaði þó enn meira, eða um 9% á sama tímabili. Horfur í landbúnaði um þessar mundir verða að teljast fremur dökkar. Heyfyrningar voru litlar í landinu í vor og horfur á, að heyfengur í sumar verði víða með lakara móti. Annars vegar vegna langvarandi kulda og ótíðar norðanlands og austan í vor og hins vegar hafa óþurrkar í sumar tafið heyskap sunnanlands. Uppskera jarðávaxta verður einnig fremur rýr. Markaðshorfur erlendis eru dauflegar sem fyrr og vaxtarmöguleikar hinna nýju búgreina eru takmarkaðir. Pá er enn ekki fullreynt, hvort unnt er að stjórna búvörufram- leiðslunni með búmarki og fóðurbætisskatti. Með verulegri fækkun sauðfjár -um 150 þúsund eða nær 17% á undanförnum fimm árum- hefur vafalítið tekist að laga kindakjötsframleiðsluna að nokkru að breyttum markaðsaðstæðum, þótt enn skorti á að jafnvægi hafi náðst. Hvað landnýtingu varðar, er hins vegar ljóst, að margar afréttir eru ofsetnar og landgræðsla heldur ekki í horfinu, þótt nokkuð hafi vissulega áunnist. Þess vegna er mikilvægt, að landgræðsla verði aukin verulega og dregið úr beit á þeim afréttum, sem ofsetnar eru, bæði með því að beita ítölu og öðrum aðgerðum. Ennfremur virðist mega draga verulega úr afréttarbeit hrossa, án þess að afurðir minnki að ráði. Með því mætti létta töluvert á beitarálagi í landinu. Aðrar greinar og framleiðslan í heild. Samkvæmt söluskattsframtölum varð velta í smásöluverslun árið 1982 53% meiri í krónum en árið áður. Veltubreytingin í heildverslun varð nokkru meiri, eða um 57%. Þessi veltuaukning er lítið eitt umfram almennar verðhækkanir, ef miðað er við neysluvöruverð í vísitölu framfærslukostnaðar, en verðhækkanir á þann mælikvarða eru taldar hafa numið rösklega 51% að meðaltali milli áranna 1981 og 1982. Bráðabirgðauppgjör fjármunamyndunar fyrir árið 1982 gefur til kynna að umsvif við byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð hafi verið svipuð að vöxtum og árið áður. Raforkuframleiðsla, mæld í gígawattstundum, jókst um tæplega 10% miðað við fyrra ár. Mest varð aukningin á raforkusölu til járnblendiverksmiðjunnar, en hún jókst um fjórðung og almenn notkun um tæp 7%. Þá er talið, að útgjöld til kaupa á þjónustu hafi vaxið nokkuð að raungildi síðastliðið ár og svipaðrar aukningar er talið hafa gætt í opinberri þjónustu og nokkur undangengin ár. Séu þær tölur og áætlanir, sem hér hafa verið nefndar um framleiðslubreyting- ar í einstökum greinum árið 1982, dregnar saman, verður niðurstaðan sú, að framleiðslan í heild hafi minnkað um 1,2%. Þessi niðurstaða er svipuð þeirri,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.