Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 33

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 33
31 Ennfremur er atvinnuleysisskráningin nú frábrugðin því sem var á sama tíma í fyrra að því leyti, að þá voru konur í meirihluta, eða rétt um 60% atvinnulausra, en þær eru nú í minnihluta, eða 45% af skráðum atvinnulausum að jafnaði fyrstu sex mánuði þessa árs. Á Reykjanesi, Suðurlandi og Norðurlandi vestra eru konur þó enn í meirihluta á atvinnuleysisskrá. Hlutur kvenna í atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu er hins vegar tæplega 40%, en var rúmlega 50% á sama tíma í fyrra, og svipaða sögu er að segja af Norðurlandi eystra. Tafla 11. Ársfjórðungsleg skipting atvinnuleysis 1979—1983. Meðalfjöldi á mánuði % af mannafla 1979 1980 1981 1982 1983 1979 1980 1981 1982 1983 1. ársfjórðungur ........... 680 448 703 1 644 1 809 0,7 0,4 0,7 1,5 1,6 2. ársfjórðungur ........... 353 205 277 395 917 0,4 0,2 0,3 0,3 0,8 3. ársfjórðungur ........... 144 313 195 298 . 0,1 0,3 0,2 0,3 4. ársfjórðungur ........... 329 356 455 743 . 0,3 0,4 0,4 0,7 Atvinnuhorfur næstu mánuðina eru fremur óvissar. í þjóðhagsspá fyrir árið 1983 er gert ráð fyrir verulegum samdrætti í þjóðarframleiðslu og -útgjöldum. Fjárfesting er talin munu minnka annað árið í röð, um 10% á þessu ári, í kjölfarið á tæplega 4% samdrætti í fyrra. Líkt og í fyrra nær samdrátturinn bæði til opinberra framkvæmda og fjárfestingar í atvinnuvegunum. Ennfremur er gert ráð fyrir, að nokkru minna verði byggt af íbúðum á þessu ári en í fyrra. í heild er byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð talin munu dragast saman um 6-7% á þessu ári. í ljósi þess, sem hér hefur verið rakið um þjóðhagshorfur, virðist óhjákvæmi- legt, að þessar aðstæður komi fram með einum eða öðrum hætti í atvinnu. Sú hefur enda orðið raunin eins og atvinnuleysistölur á fyrri helmingi þessa árs bera ótvírætt með sér. Þessu til viðbótar má nefna, að á þessu ári er spáð verulegum samdrætti í einkaneysluútgjöldum — um 9% í heild — og er hætt við, að sá samdráttur tekna og eftirspurnar, sem í því felst, leiði til minnkandi umsvifa í ýmsum atvinnugreinum, sem starfa fyrir innlendan markað. Á móti vegur hins vegar, að samdrátturinn mun væntanlega beinast meira að innflutningi en innlendri framleiðslu. Hver niðurstaðan af þessu verður, er erfitt að segja nákvæmlega fyrir um. Hins vegar er ljóst, að atvinnuástandið á næstu mánuðum og misserum ræðst ekki hvað síst af stöðu atvinnuveganna og áframhaldandi snurðulausum rekstri þeirra. Þetta á sérstaklega við um rekstur fyrirtækja í sjávarútvegi, sem fer auðvitað eftir aflabrögðum og verðlags- og kostnaðarbreytingum innanlands og erlendis. Allir þessir þættir hafa áhrif á rekstur sjávarútvegsins og þar með á atvinnuástandið í landinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.