Þjóðarbúskapurinn

Eksemplar

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Side 39

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Side 39
37 frádráttarlið hjá öllu launafólki, þar sem samningar höfðu enn ekki tekist hjá ýmsum aðilum vinnumarkaðarins, til dæmis hjá opinberum starfsmönnum. Auk þess kváðu bráðabirgðalög þessi (nr. 79/1980) svo á að felldur skyldi niður helmingur þeirrar verðbótahækkunar launa, sem ella hefði orðið hinn 1. desember 1982 samkvæmt ákvæðum laga nr. 13/1979. Verðbætur voru síðan greiddar samkvæmt ákvæðum laga nr. 13/1979 hinn 1. mars síðastliðinn. Með bráðabirgðalögum nr. 54 27. maí 1983, um launamál, var verðbótatilhögun launa enn breytt og ákvæði laga nr. 13/1979 numin úr gildi. Bráðabirgðalögin kveða svo á að á tímabilinu 1. júní 1983 til 31. maí 1985 skuli óheimilt að ákveða, að laun eða aðrar kaupgreiðslur fylgi breytingum vísitölu eða annars hliðstæðs mælikvarða. Jafnframt var ákveðið, að laun skyldu yfirleitt hækka um 8% hinn 1. júní 1983 (lágmarkstekjur fyrir fulla dagvinnu þó um 10%) og um 4% hinn 1. október 1983. Til þess að fá sem gleggsta mynd af tekjuþróun einstaklinga þarf í raun að skoða fjóra mismunandi mælikvarða, þ. e. kauptaxta, atvinnutekjur, heildar- tekjur og ráðstöfunartekjur. Segja má, að grunnviðmiðunin sé kauptaxtamæli- kvarðinn. Þessum mælikvarða er ætlað að sýna umsamdar breytingar kauptaxta launafólks, bæði beinar grunnkaupshækkanir og eins hvers kyns flokka- og starfsaldurstilfærslur. Hér er því um að ræða hreina taxtaviðmiðun einstaklinga án tillits til vinnutíma, aukagreiðslna hvers konar og ýmissa annarra þátta, sem hafa áhrif á tekjur. Þannig má segja, að kauptaxtabreytingar gefi vísbendingu um launaþróun einstaklinga í þrengsta skilningi þess orðs, og er oft erfiðleikum bundið að meta til einnar tölu flókin ákvæði kjarasamninga um kaupgreiðslur. Annar mælikvarði er svonefnt atvinnutekjuhugtak. í því felst að mældar eru launagreiðslur og tekjur hvers konar af atvinnu launþega. Þetta hugtak er því mun víðtækara en kauptaxtahugtakið, þar sem hér koma inn áhrif vinnutíma auk hugsanlegra greiðslna umfram ákvæði samninga eða samkvæmt ákvæðum, sem ekki eru metin til fulls í kauplagsvísitölu. Atvinnutekjur launþega í heild taka ennfremur til breytinga á vinnuafli í landinu, þar með talið til dæmis aukin atvinnuþátttaka kvenna o. fl. Þriðji mælikvarðinn er síðan heildartekjur launþega, en í þeim felast, auk atvinnutekna, tilfærslutekjur hvers konar, bætur lífeyristrygginga, greiðslur úr lífeyrissjóðum, vaxta- og eignatekjur, svo og tekjur barna undir 16 ára aldri. Fjórði mælikvarðinn felst í svonefndum ráðstöfunartekjum heimilanna. Þetta hugtak tekur til heildartekna heimilanna (sbr. hér að framan) að frádregnum beinum sköttum til ríkis og sveitarfélaga. Þegar horft er yfir þróun þessara mælikvarða á síðasta áratug, kemur í ljós, að breyting kauptaxta er að jafnaði talsvert minni en breytingar hinna mælikvarð- anna. Á tímabilinu 1972-1982 hækkuðu kauptaxtar að jafnaði um 41-42% á ári, en atvinnutekjur, heildartekjur og ráðstöfunartekjur í heild um 48-49% á ári, eða um 46-47% á mann. Sá mismunur, sem hér kemur fram, skýrist til dæmis af áhrifum lengri vinnutíma, aukinni atvinnuþátttöku kvenna á þessu tímabili,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.