Þjóðarbúskapurinn

Útgáva

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Síða 47

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Síða 47
Þjóðarútgjöld Einkaneysla. Tölur um einkaneysluútgjöld árið 1982 eru enn sem komið er að nokkru byggðar á áætlunum. í þjóðhagsspá fyrir árið 1982, sem sett var fram í apríl, var gert ráð fyrir, að einkaneysla á mann 1982 yrði óbreytt miðað við árið 1981 og heildaraukning yrði um 1% í samræmi við áætlaða fólksfjölgun. Yfirleitt ræðst einkaneysla hvert ár að mestu af þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna á sama ári, en síðari ár hefur reynst erfitt að spá um hann vegna mikillar verðbólgu og óvissu um kjaramál. Vísbendingar um framvinduna árið 1982 sýna að einkaneysla breyttist mjög skrykkjótt. Veruleg þensla virðist hafa átt sér stað á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við árið áður. Um það vitnar verslunarvelta svo og innflutningur neysluvöru. Á þriðja og þó einkum fjórða ársfjórðungi komu samdráttareinkenni í ljós. Kaupmáttur kauptaxta fór lækkandi síðari hluta ársins, gengið lækkaði verulega, sjávarafli minnkaði til muna og loks dró nokkuð úr atvinnu. Áætlað er, að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi í heild aukist um 57,5% árið 1982. Verðlag einkaneyslu er talið hafa verið 54% hærra að meðaltali en 1981 samanborið við 51% meðalhækkun framfærsluvísitölunnar. Þessi munur stafar af verðhækkun innfluttrar vöru umfram innlenda vegna lækkunar á raungengi krónunnar svo og af því, að landbúnaðarvara hækkaði minna í verði en önnur neysluvara vegna aukinna niðurgreiðslna fyrri hluta ársins. Kaupmáttur ráðstöf- unartekna heimilanna, miðað við verðlag einkaneyslu, jókst því um rúmlega 2% í heild eða sem svarar um 1% á mann. Áætlanir um útgjöld til einkaneyslu 1982 benda ennfremur til um 2% heildaraukningar. Árið 1982 virðist neysla hafa beinst í ríkari mæli en áður að innlendum vörum. Sem fyrr segir hækkaði verð innlendrar vöru nokkru minna en erlendrar. Neysla landbúnaðarafurða jókst um nálægt 5% að því talið er, enda hækkaði verð landbúnaðarafurða nokkru minna en annarrar neysluvöru. Jafnframt er sala annarrar innlendrar neysluvöru talin hafa aukist nokkuð. Sala áfengis og tóbaks jókst óverulega eða um 0,4% en um 5% árið 1981. Alls var flutt inn 8851 fólksbifreið á árinu, svipað og árið áður. Bifreiðainnflutningur síðari hluta ársins var hins vegar um helmingi minni en fyrri hlutann. Sala á bílabensíni nam 127 milljónum lítra samanborið við 122 milljónir lítra 1981 og er aukningin því um 4%. Sala gasolíu til húshitunar hefur minnkað ár frá ári. Salan nam um 41 milljón lítra 1982 og hafði þá dregist saman um 30% frá árinu áður. Innflutningur annarrar neysluvöru er talinn hafa aukist um 3,5%. Upplýsingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.