Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 48

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 48
46 um þjónustuútgjöld einkaneyslunnar 1982 eru enn af skornum skammti, en áætlað er að þau hafi aukist um 2-3%. Vísbendingar um neyslu á fyrri hluta þessa árs sýna umtalsverðan samdrátt miðað við sama tíma í fyrra, en þá fór neysla verulega vaxandi. Tölur um verslunarveltu fyrir fyrsta fjórðung ársins benda til nokkurs samdráttar í smásölu en þó nokkru meiri í heildsölu. Tölur ríkisbókhalds um innheimtu söluskatts fyrstu sex mánuði ársins sýna 63% aukningu í krónum, en í því felst um 9% samdráttur að raungildi miðað við breytingu framfærsluvísitölu. Fyrstu sex mánuði ársins varð bensínsala 3% minni en á sama tíma í fyrra, en sala gasolíu til húshitunar fyrstu fimm mánuði ársins varð 21% minni en á sama tíma í fyrra. Sala áfengis og tóbaks fyrri hluta ársins varð 3% minni en árið áður. Innflutningur neysluvöru hefur ennfremur dregist mikið saman. Þannig var innflutningur fólksbíla helmingi minni en í fyrra og mjög hefur dregið úr innflutningi heimilistækja. Fyrstu sex mánuði ársins var verðmæti neysluvöru- innflutnings 60% meira en í fyrra, en meðalverð néysluvöruinnflutnings í krónum er talið hafa verið 97% hærra en í fyrra. Neysluvöruinnflutningurinn hefur því dregist saman um 19% að raungildi fyrstu sex mánuði ársins. Sem fyrr segir er óvenju erfitt að spá um þróun kaupmáttar tekna á þessu ári og sama máli gegnir um það, hvaða áhrif kaupmáttarbreytingin hafi á útgjöld til einkaneyslu. Með hliðsjón af því, sem fyrir liggur um útgjaldaþróun það sem af er árinu og á grundvelli fyrri reynslu um samhengi ráðstöfunartekna og einkaneyslu, virðist ekki líklegt, að sá afturkippur í kaupmætti ráðstöfunartekna einstaklinga, sem hér er spáð, eða 13% í heild, komi að fullu fram í einkaneyslu á árinu. Áhrifanna gætir með verulegum töfum, auk þess sem fleiri þættir ráða hér nokkru. Því er nú spáð 9% samdrætti einkaneyslu í heild, eða 10% á mann. Áhersla skal á það lögð, að þessi spá er enn nokkuð óviss. Fá dæmi er við að styðjast um áhrifin af svo miklum rauntekjumissi, sem ætlað er að verði á árinu. Hér er því að nokkru um ágiskun að ræða. Samkvæmt henni verður einkaneysla á mann árið 1983 svipuð og árið 1977. Samneysla. Fullkomið uppgjör samneyslu árið 1982 er ekki fyrir hendi, en í fyrsta uppgjöri þjóðhagsreikninga er reiknað með, að samneysla hafi aukist um 2%. Fyrir árið 1983 hefur á grundvelli fjárlaga og fjárhagsáætlana stærstu sveitarfélaganna verið gert ráð fyrir því, að samneyslan verði svipuð að raungildi og í fyrra. Þessi spá er óbreytt. Fjármunamyndun. Samkvæmt bráðabirgðatölum er fjármunamyndunin árið 1982 nú talin hafa orðið 3'/2% minni en árið áður, en í spám á fyrri hluta ársins hafði verið gert ráð fyrir 6% samdrætti. Fjármunamyndun atvinnuveganna dróst saman um 3,5%, en spáð hafði verið helmingi meiri samdrætti. Mestu munaði, að fjárfesting í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.