Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 57
55
saman vegna minnkandi iðnaðarframleiðslu helstu iðnríkja. Af þessum sökum
söfnuðust upp miklar birgðir af útflutningsvöru. Er talið, að útflutningsvöru-
birgðir hafi aukist um nær 1 070 milljónir króna á síðasta ári, eða um 11% af
verðmæti útflutningsframleiðslunnar árið 1982, en árið 1981 jukust birgðirnar
um tæplega 4% af framleiðslunni.
Sem fyrr segir tók nær alveg fyrir skreiðarútflutning til Nígeríu í fyrra, en að
öðru leyti urðu ekki verulegar breytingar á skiptingu vöruútflutnings á
markaðssvæði eða eftir helstu tegundum. í meðfylgjandi töflu er birt yfirlit yfir
mikilvægi einstakra markaðssvæða fyrir vöruútflutning á síðustu tíu árum. A
þessu árabili hafa ekki orðið verulegar breytingar á mikilvægi einstakra
markaðssvæða. Helst má greina minnkandi vægi Austur-Evrópuríkjanna í
heildarútflutningnum og að sama skapi aukið vægi annarra Evrópuríkja, einkum
aðildarríkja Efnahagsbandalagsins, auk ríkja utan Evrópu.
Tafla 23. Skipting vöruútflutnings eftir viðskiptasvæðum 1973-1982.
Meðaltal
1973-1977 1978 1979 1980 1981 1982
% % % % % %
EFTA ............................ 18,0 12,9 13,6 15,2 17,7 19,1
EBE ............................. 30,0 32,0 38,6 37,4 31,3 32,7
Austur-Evrópa ................... 11,6 7,7 8,1 8,9 7,9 8,4
Norður-Ameríka ................ 28,6 29,7 28,5 22,2. 21,5 26,3
Önnurlönd........................ 11,8 17,7 11,2 16,3 21,6 13,5
Samtals ........................ 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0
Langmikilvægasti einstaki markaðurinn allt þetta tímabil er í Bandaríkjunum
en þangað fer meira en fjórðungur alls vöruútflutningsins og virðist mikilvægi
þessa markaðar næsta svipað allt tímabilið þó kannski heldur minna á allra
síðustu árum. Sé litið á stærri markaðssvæði, fer um þriðjungur útflutningsins til
Efnahagsbandalagsríkjanna, þar af um tveir þriðju til Bretlands og Vestur-
Eýskalands. Hlutur Fríverslunarbandalags Evrópu hefur verið á bilinu 15-20%
af heildinni og hefur portúgalski markaðurinn verið langmikilvægastur á allra
síðustu árum með um 60% af útflutningi til þessa svæðis. Á þessu tímabili hefur
að meðaltali um 10% alls vöruútflutningsins farið til Austur-Evrópu, að
langmestu leyti til Sovétríkjanna, sérstaklega á síðustu tveimur árum. Af öðrum
mikilvægum viðskiptalöndum má nefna Spán, Ítalíu, Japan og Nígeríu, en árið
1982 nam útflutningur til þessara landa um 15% af heildinni og yfir 20% árið
1981. Munurinn hér felst í miklu minni útflutningi til Nígeríu í fyrra en árið áður.
Tekjur af útfluttri þjónustu jukust mjög mikið í fyrra og höfðu raunar vaxið að
mun árið áður, eftir samdrátt árin 1979 og 1980. í krónum jókst þjónustuútflutn-
ingurinn um 95%, en það svarar til um 13% aukningar í dollurum og er talið
ígildi um 14,5% aukningar að raungildi. Raunar má benda á, að upplýsingar um
verðbreytingar í þjónustuviðskiptum eru af mjög skornum skammti og áætlanir