Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 78

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 78
76 gjaldeyris. Á tímabilinu frá febrúar og fram í ágúst á síðasta ári var gengið svo látið síga til jafnaðar um 3'/2% á mánuði. Formlegri skráningu gengis var hætt 12. ágúst, en tekin upp að nýju 23. ágúst og var þá meðalgengið 14,3% lægra en við síðustu skráningu og hækkun erlends gjaldeyris 16,7%. Eftir þessa síðari gengisfellingu var gengið látið síga ört fram til síðustu áramóta. Milli gengis- breytinganna í janúar og ágúst lækkaði meðalgengið um 19,8%. Frá síðari gengisfellingunni til áramóta lækkaði gengið um 12,8%. Á fyrri helmingi árs 1982 lækkaði gengið um sem svarar 4,5% á mánuði, en á síðari helmingi ársins var það lækkað mun meira, eða sem svaraði næstum 6,5% á mánuði. Vegið meðalgengi krónunnar lækkaði frá árslokum 1981 til ársloka 1982 um 47,3%, sem svarar til um 89,8% hækkunar á verði erlends gjaldeyris í krónum. Vegið meðalgengi ársins 1982 reyndist um 37,9% lægra en 1981 og verð erlends gjaldeyris því 61% hærra. í tengslum við fiskverðsákvörðun um síðustu áramót var gengisskráning felld niður frá 31. desember til 5. janúar, en þá var gengið fellt um 9%, meðal annars til mótvægis við 14% hækkun almenns fiskverðs. Síðan var mjög hratt gengissig allt til maíloka. Þannig var meðalverð erlends gjaldeyris í maí 35,7% hærra en um áramót og hafði því gengið lækkað um 26,3%. Meðalverð erlends gjaldeyris var 104,1% hærra í maí en árið áður og 78% hærra en að meðaltali 1982. Með efnahagsráðstöfunum þeim, sem gripið var til 27. maí síðastliðinn, var gengið fellt um 14,6%, en það svarar til 17,1% hækkunar erlends gjaldeyris. Jafnframt var tilkynnt, að reglulegt gengissig yrði stöðvað og stefnt að sem mestum stöðugleika gengis krónunnar eftir því sem aðstæður leyfðu. Til þess að skýra betur afstöðu gengis og verðlags er gagnlegt að líta á raungengi krónunnar, sem skilgreina má sem gengi krónunnar að teknu tilliti til verðþróunar innanlands og utan. í vissum skilningi má líta á raungengi sem mælikvarða á kaupmátt krónunnar út á við. Lækkun raungengis leiðir þannig til minni kaupmáttar krónunnar gagnvart innflutningi og erlendum gæðum. Svo framarlega sem verðlag í utanríkisviðskiptum landsins er í samræmi við almenna verðþróun innanlands og utan, gefur raungengi vísbendingu um hag utanríkis- verslunargreina. Raungengisreikningar eru meðal annars þeim annmörkum háðir, að útkoman fer eftir því, hvaða verðvísitölur eru notaðar til að lýsa verð- þróun innanlands og utan. í talnaröðinni hér á eftir er sýnd hlutfallsleg verðþróun metin með samanburði á verðvísitölu þjóðarframleiðslu á íslandi annars vegar og í helstu viðskiptalöndum hins vegar. Þessi samanburður ætti að Tafla 35. Þróun raungengis 1975-1982. 1975=100,0 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 Vísitölur Breyting frá fyrra ári, % 111,1 11,1 126,0 13,4 115,8 -8,1 111,0 -4,1 111,3 0,3 116,6 4,8 107,2 -8,1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.