Þjóðarbúskapurinn

Útgáva

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Síða 80

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Síða 80
Peninga- og lánamarkaður Peningamál. Fyrri hluta árs 1981 virtist um sinn stefna að jafnvægi í peningamálum. Reyndin varð þó önnur. í kjölfar efnahagsráðstafana í upphafi þess árs og hagstæðra ytri skilyrða dró nokkuð úr verðbólgu og raunvextir hækkuðu. Peningamyndun varð mjög mikil, einkum vegna mikils innstreymis erlendra lána, og hafði í för með sér, að innlán í innlánsstofnunum jukust mikið. Lausafjárstaða innlánsstofnana var ennfremur óvenju góð í ársbyrjun 1981 og hélst svo fyrstu mánuði þess árs. Þegar leið fram á sumarið, var ljóst orðið, að aðhaldsstefnan í gengismálum hafði veikt stöðu atvinnuveganna og gengislækkunar var sterklega vænst. Spákaupmennskan, sem af þessu hlaust, var fjármögnuð með hinni miklu peningamyndun á fyrri hluta ársins. Að auki stórjukust útlán, sérstaklega til einstaklinga. Lausafjárstaða innlánsstofnana versnaði af þessum sökum, ekki síst þar sem samtímis dró mjög úr aukningu innlána. Gjaldeyrisstaðan hlaut að versna verulega, en því var að nokkru mætt með lækkun gengisins. Gjaldeyris- staðan var þó með allra besta móti í árslok 1981, þrátt fyrir rýrnun síðari hluta þess árs. Hin óhagstæða þróun peningamála, sem hófst síðari hluta 1981, ágerðist enn árið 1982. Við bættust erfiðleikar í útflutningsframleiðslunni og gjaldeyrisstaðan fór hríðversnandi og var í lok ársins aðeins helmingur þess sem hún var við upphaf þess. Rýrnunin á árinu 1982 reiknuð á gengi í árslok nam 1 686 milljónum króna. Versnandi gjaldeyrisstaða fyrstu mánuði ársins 1982 átti rætur að rekja til stóraukinnar gjaldeyrissölu. Fyrstu þrjá mánuðina var salan um 15% meiri á föstu gengi en á sama tíma árið áður, en gjaldeyriskaup voru 4% minni. Með sumrinu jókst salan enn og var allt að þriðjungi meiri en á sama tíma árið áður, ef til vill vegna spákaupmennsku. Samtímis dró mjög úr gjaldeyris- kaupum sökum minnkandi útflutnings. Undir lok ársins dró verulega úr gjaldeyrissölunni og árið allt var salan 5% meiri en árið áður, en jafnframt minnkuðu gjaldeyriskaup um 7%. Mikið var tekið að láni á árinu og hlaut það að laga gjaldeyrisstöðuna nokkuð. Hin versnandi gjaldeyrisstaða, sem að ofan hefur verið lýst, dró mjög úr peningamyndun árið 1982. Svo sem meðfylgjandi tafla sýnir var vöxtur allra peningamagnsstærða mun minni en árið á undan. Engu að síður jukust útlán innlánsstofnana mun meira. Minnkandi peningamyndun ásamt lægri raunvöxtum virðast vera meginskýr- ingar þess, að mjög dró úr aukningu innlána frá því er verið hafði árið á undan.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.