Þjóðarbúskapurinn

Útgáva

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Síða 84

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Síða 84
82 aukin að mun á síðastliðnu ári, eða um 116%. Útlán Byggingarsjóðs ríkisins jukust um 37,4% og minnkuðu því að raungildi um 12% miðað við vísitölu byggingarkostnaðar. Lengst af hafa yfir 90% af öllum íbúðarlánum farið í gegnum Byggingarsjóð ríkisins, en í fyrra var hins vegar svo komið, að nær 40% af lánum íbúðarlánasjóða voru veitt af Byggingarsjóði verkamanna. Með þessu móti hlýtur staða íbúðalánakerfisins að veikjast í framtíðinni. Bæði eru lán Byggingarsjóðs verkamanna veitt til lengri tíma (allt að 42 ára) og eins er verulegur munur á vöxtum af lánum sjóðanna. Úr atvinnuvegasjóðunum voru veitt lán að upphæð 1 031 milljón króna og er aukningin miðað við árið áður um 40%. Mest varð útlánaaukningin hjá Byggðasjóði, en útlán hans tvöfölduðust á árinu. Eigið framlag fjárfestingar- lánasjóðanna, nettó, var neikvætt á árinu um 69 milljónir króna, eða sem svarar um 4% af útlánum, en þá er þess að gæta, að reiðufé þeirra jókst um 170 milljónir. Vextir og lántökugjöld hafa því ekki staðið undir greiðslum af lántökum og rekstri, en árið 1981 stóð eigið framlag sjóðanna, nettó, undir 5% útlána. Lánsfjármögnun var því allmikil. Fjárfestingarlánasjóðir tóku 1 426 milljónir að láni á árinu, eða sem svarar 85,7% af útlánum. Þar af voru erlend lán 655 milljónir, eða 39% af útlánum. Innlend lánsfjármögnun var fyrst og fremst hjá lífeyrissjóðum, eða 414 milljónir. Skatttekjur og framlög ríkisins námu 477 milljónum, eða 28,7% af útlánum. Þessi liður hefur að undanförnu dregist verulega saman í hlutfalli við útlán eins og sést af því, að árin 1976-79 er hlutfallið um og yfir 40% af útlánum og 31% árið 1981. Ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna er talið hafa numið 1 325 milljónum króna á síðasta ári, eða um 4,4% af vergri þjóðarframleiðslu. Lífeyrissjóðirnir veittu ný lán að upphæð 1 230 milljónir. Um nokkurra ára skeið hafa lífeyrissjóðirnir verið skyldaðir til að lána 40% af ráðstöfunarfé sínu til fjárfestingarlánasjóða og ríkisjóðs. Talið er, að lífeyrissjóðirnir hafi veitt þessum aðilum 470 milljóna króna lán á síðasta ári, sem svarar til um 35% af ráðstöfunarfé þeirra. Áætla má, að lánveitingar til sjóðsfélaga hafi numið 650-670 milljónum, en samkvæmt því hefur orðið verulegur samdráttur í slíkum lánum að raungildi. Erlendar lántökur. Þegar litið er yfir þróun á lánsfjármarkaði í heild árið 1982, sést glöggt hversu mjög dró úr innlendri fjármagnsmyndun og skuldir söfnuðust erlendis. Þessi þróun hefur raunar varað um nokkurt árabil. Þrátt fyrir góða rekstrarafkomu ríkissjóðs undanfarin ár eins og lýst var hér að framan, hafa lántökur ríkissjóðs til framkvæmda vaxið jafnt og þétt. Árið 1982 var lánsfjáröflun ríkissjóðs í heild 1 259 milljónir króna, eða 4,1% af þjóðarframleiðslu. Þetta hlutfall var 3,2% árið 1981. Erlend lán ríkissjóðs námu 800 milljónum króna, eða 63,5% af lántökum ríkissjóðs í heild. Hlutfall erlendra lána var 51,2% árið 1981. Sömu þróunar gætti í fjármögnun fjárfestingarlánasjóða. Erlend lán voru uppistaðan í fjármögnun Framkvæmdasjóðs árið 1982, en hann sér um að útvega
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.