Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Qupperneq 15

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Qupperneq 15
Augun gul, hárið blátt og blóðið grænt tmm bls. 13 isma í lýsingu sinni á jarðstjörn- unni Tonatumi þar sem breiðfylk- ingar verksmiðjufólks í sumarleyfi eru sagðar líkjast vélmennum dregur hann upp mynd af sam- eignarsamfélagi á Laí þar sem eignarréttur er ókunnur og gulrót kapítalismans, peningaþráin, er óþekkt fyrirbæri. Ingi Vítalín undr- ast það að bóndi einn skuli aðeins yrkja jörðina í 15 ár áður en hann leggst í ferðalög það sem eftir er ævinnar: „Má hann ekki halda áfram á búgarðinum eins lengi og hann vill og græða peninga?" Danó varð allur eitt spurningarmerki „Græða peninga? Til hvers?" ... „Ef ekki er hægt að kaupa jörðina, hver á hana þá?" „Við öll! Mannkynið!" (95) Hér er því einnig að finna sameiginlegan þráð í sögunum tveimur. íbúar beggja heima búa við sameignarfyrirkomulag. í grein um staðleysu- bókmenntir í Tímariti Máls og menningar kemst Árni Bergmann svo að orði um þessa hneigð útópískra bókmennta: „Sameignarfyrirkomulag- ið er nokkuð föst hrygglengja í staðleysubók- menntum sem og trú á að það leiði fram kosti mannsins, sjálfa náttúru hans óspillta".28 (slendingar teljast ekki til óspilltra þjóða i Ferðinni til stjarnanna og gerir Kristmann heið- arlega tilraun til þess að lesa ísland inn í hefð vísindaskáldsögunnar. í stað þess að vera sek- ir um vopnaframleiðslu og kjarnorkufikt, eða glæpi gegn mannkyninu, hafa íslendingar brot- ið bann sem gildir hjá grænmetisætunum á Laí um dýradráp. Þess hafði alvitri geimöldungur- „Ég minnist þess, að eitt sinn fyrir rúmu ári var ég að hlusta á útvarp frá landi þínu. Ég er að vísu mjög illa að mér í íslenzku, en þó skildi ég aðalinntakið í þeirri frétt, sem mér þótti ofboðslegust. Var þar sagt frá því, að á fáeinum vikum hefði verið slátrað meira en tvö hundruð þúsund börnum lífveru einnar, sem er líkamlega náskyld ykkur, þótt eigi hafi hún enn öðlazt sálarlegan persónu- leika." (49-50) íslenskunám ber nokkuð á góma. Tungumálið þykir erfitt en þó reyna fáeinar geimverur að læra það þrátt fyrir að enska sé það tungumál sem alheimurinn getur notað til þess að eiga al- þjóðleg samskipti. Geimverurnar á Laí eiga sér þó móðurtungu sem lesandi fær einstaka sinn- um að berja augum á prenti. Númí er sagður hljóma eins og Hawaiigítar þegar hann heilsar Inga á Esjunni: „Óma a íana" sem merkir „sæll og blessaður". Þrátt fyrir tungumálaörðugleika telja geimverur það þó eftirsóknarvert að ferð- ast til Islands ef marka má orð Barríar, konu Hvorr, sem fór til íslands ásamt eiginmanni sín- um í brúðkaupsferð: „Við fórum um kvöld frá Tunglinu ykkar og lentum á fjallinu, þar sem er storknað vatn." (41) „Allt í einu reis upp strókur mik- ill lengra úti á vatninu ... og var þar komið sjóskrímslið úr öllum ægilegustu þjóðsögum Jarðar, sjálfur Miðgarðsormur! Ég sá beint upp í glórauðan, gultennt- an kjaft, er hefði getað gleypt meðaleinbýlishús, og augu á stærð við þvottabala komu fast að glugganum." (163) Slík samræða vísinda og fornbókmennta virðist freista íslenskra rithöfunda á þessum tíma þar sem finna má hliðstæða frásögn í bók Gísla Halldórssonar verkfræðings er ritaði um tækni- lega hlið geimferða árið 1958 í bókinni Til fram- andi hnatta. Gísli gefur sér þær forsendur að hægt verði að ferðast aftur í tímann og dregur upp mynd af geimfari sem lendir hjá Agli Skallagrímssyni að Borg á Mýrum. Egill tínir til silfrið sitt, býr sig til langferðar og Gísli spyr: „Skyldi íslendingum þykja ónýtt að fá Egil Skallagrímsson bráðlifandi aftur úr fornöld- inni? ... Hvílíkt augnablik, er Sigurður Nordal ávarpaði og byði velkominn þenna sannkall- aða fornvin sinn og allra íslendinga! Eða er Tómas flytti Agli drápu í móttökuveizlunni að Hótel Borg!"29 Fróðlegt er einnig að velta því fyrir sér hvernig glímt er við framandleikann í lýsingum ólíkra menningarheima úti í geimnum. Maðurinn er viðmið allra hluta en flestar geimverur sem Ingi mætir eru í einhvers konar mannsmynd. Þær hafa þó orðið fyrir litabreytingu sem kemur fram í húðlit, hárlit og skeggi. Stækkun og minnkun er einnig notuð til þess að búa til ann- að mannkyn. Á jarðstjörnunni Hvítt lifa smá- vaxnar naktar stúlkur sem Laimenn þurfa að gæta en á hnettinum Sahí Mo hafa menn verið bræddir saman við dýr líkt og fram kemur í lýs- ingu á faxmönnunum: Hann var hærri og stórvaxnari en Laímenn, ekki minni en stærstu Jarðarbúar, beinvaxinn og axlabreiður með mikið brjósthol en grann- ur að öðru leyti. Langleitur var hann með stórt, ávalt nef og víðan munn. Hakan var all- mikil en öðru vísi löguð en okkar. Beygðist inn faðir Elí orðið áskynja í útvarpinu, á gömlu góðu gufunni: Víða í frásögninni eru goðsögur, grískar og norrænar, notaðar sem byggingarefni í ótal jarðstjörnur sem verða á vegi Inga Vítalín. Þannig stendur Ingi frammi fyrir sjálfum Miðgarðs-ormi án þess þó að aðhafast nokkuð. Framfarir i vísindum á 6. áratugnum og geimferðakapphlaup stórveldanna vöktu vonir um ferðalög til annarra reikistjarna. Árið 1958 skrifaði Gísli Halldórsson verkfræðingur og helsti sérfræðingur landsins í geimferðamáium bókina 77/ framandihnatta þar sem hann lýsti tæknilegri hlið slíkra ferðalaga. Gísli spáði því m.a. að hægt yrði að ferðast aftur í tímann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.