Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Síða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Síða 64
Christian Krohg - gítar Strindbergs til að kyrja söng og fá ófriðarseggina til að þagna. Henni fannst hljóðfærið óbrúklegt og tók til við að „stilla það rétt". Með framtakinu sýndi frú Oda Ijóninu Strind- berg banvæna móðgun, sem að sjálfsögðu var enn ískyggilegri fyrir þá sök að það var kven- maður sem hugðist niðurlægja hann. Og nú hófu Oda og August rimmu sem óx orð af orði uns þar kom að riddaralegir karlmennirnir kring- um Odu buðust til að lemja dónalegan rithöf- undinn. En Strindberg færðist undan að slást „einsog bóndastrákur" og yfirgaf krána um leið og hann hrópaði til Krohgs: „Adjö, du káre, dumme ván!" Á Strindberg var að skilja að vinurinn Christi- an væri aumkunarverður úrþví hann léti upp- stökka eiginkonuna þrælka sig. Dag Nordgárd hefur samið leikrit um þessi aðsópsmiklu norsku hjón undir heitinu Oda, saatans kvinna, og maður getur vel hugsað sér þessi orð í munni Strindbergs sem var þekktur fyrir leiftur- snögg bræðiköst í miðjum gleðskap. Aukþess lék Strindberg gjarna hlutverk „kvenhatarans", þó að öllum kunnugum væri Ijóst að hann gæti ekki án kvenna verið. Kliður um karlmannaskarann Frammundir lok níunda áratugarins fólst tónlist- ariðkun Strindbergs aðallega í þessháttar uppá- komum í glaðlegum samkvæmum. Menn sungu Glúntana eftir Wennerberg - þó Strind- berg þættu þessir þokkasælu söngvar Ijá stúdentalífi í Uppsölum falskan yfirstéttarbrag - og sömuleiðis kyrjuðu menn vinsæla karla- kvartetta samtímans, sem margir hverjir eru enn á söngskrám stúdentakóra. Menn sungu ástsæl atriði úr óperum og óperettum undir borðum og skálavísur og aðra drykkjusöngva við veisluborð. Konur léku gjarna á píanó fyrir dansi og þjóðlagasöngur var algengur í kjölfar rómantíkurinnar. En ekki sátu allar konur siðsamlega við pí- anóið og glömruðu polka og valsa. Þegar Ed- vard Munch steig inná Fer/ce/ásamt norskri vin- konu sinni, Dagny Juel, fór kliður um karl- mannaskarann. Strindberg hafði nýlega kynnst Fridu Uhl, sem varð önnur eiginkona hans, en hann féll samstundis flatur fyrir Dagny, sem var að sögn Fridu „snillingur á píanó og karlasálir". Þegar Dagny hló „urðu karlmenn frá sér numd- ir", skrifar annað vitni, enda gekk hún undir nafninu Aspasía eftir grískri ástkonu Períklesar. Dagny drakk absint í lítratali ánþess að ölvast. Af hreinu gáleysi fór Frida úr borginni, en þau Strindberg og Dagny tóku upp ástarsamband. Seinnameir varð hún ástkona annarra og giftist loks Przybyszewskí. Skömmu eftir aldamót strauk hún til Georgíu og var myrt af ungum elskhuga. Þegar Strindberg hætti að elska hana hataði hann hana af öllu hjarta: „Leggið tundur- skeyti undir Hræið og sprengið það í loft upp!" Hún varð fyrirmynd ýmissa kvenna í leikverk- um hans. Przybyszewskí hafði leikið dramatískt píanó- verk Roberts Schumanns, „Aufschwung", á Ferkel meðan Dagny Juel olli þessu tilfinning- aróti. „Aufschwung" átti eftir að ásækja Strind- berg það sem eftir var ævinnar. Þegar hann heyrði það leikið einhverstaðar í París á Infernó- skeiðinu túlkaði hann atvikið sem orðsendingu æðri máttarvalda um að Przybyszewskí væri á leiðinni til að myrða fyrrverandi keppinaut sinn. Veslings Edvard Munch, sem barði uppá hjá Strindberg einn þessara daga, var sakaður um að vera handbendi morðingjans. Fremja átti morðið með gasi sem þrýst yrði gegnum vegg- inn úr herbergi við hliðina á herbergi Strind- bergs á Parísarhótelinu. Með svipuðum hætti og jarðskjálftar höfðu tiltekin tónverk gagntæk áhrif á Strindberg. Nokkur þeirra voru vægðarlaus og örlagaþrung- in, önnur vöktu Ijúfar æskuminningar. Áreiðan- lega bar Strindberg með sér minningar um trú- arlega söngva Noru móður sinnar. Carl Oscar faðir hans hafði sungið lög Bellmans, sem Strindberg hafði vanþóknun á vegna mótþró- ans við föðurinn, en hann var ekki ósnortinn af þeim. Hér var þó ekki ennþá um að ræða veru- lega djúpristan tónlistaráhuga. Hinsvegar gerð- ist eitthvað á flakki fjölskyldunnar um Evrópu á níunda áratugnum. Þegar hún dvaldist á gisti- heimili í Sviss og frú Siri umgekkst hóp kvenna í setustofunni - þangað þverneitaði Strindberg að stíga fæti, afþví hann áleit konurnar vera svarna fjendur sína (þetta var tíminn fyrir smá- sagnasafnið Giftas með sínum kvenfjandsam- legu þemum) - er fært í frásögur að Strindberg hafi setið í felum í stiganum og hlustað á hús- bóndann leika á píanó. Og í París var nánasti tónlistarvinur hans á níunda áratugnum sænsk kona búsett í borginni, Sophie Kjellberg, sem bauð honum uppá tónlist eftir Bach og Grieg. Sagan segir að Strindberg hafi jafnvel boðist til að hjálpa til við uppþvottinn svo hún gæti sest þeim mun fyrr við píanóið. „Kvenfyrirlitning" hans risti ekki dýpra en svo! Beethoven var átrúnaðargoðið Þegar Strindberg kynntist ungu norsku leikkon- unni Harriet Bosse skömmu eftir aldamót var

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.