Gripla - 2019, Page 47
47
KoLBrú n HaraLDSDÓttIr
Eiríks saga víðfǫrla
Í MIÐaLDaHanDrItuM
1. Inngangur
Eiríks saga víðfǫrla er örstutt saga, um átta blaðsíður í prentaðri
bók af venjulegri stærð; hún er talin rituð um 1300, og er ekki vitað, hver
höfundurinn er.1 Segir þar frá norska konungssyninum Eiríki, sem heldur
suður í heim til þess að leita Paradísar. Eiríks saga víðfǫrla var fyrst prentuð
í því safni íslenskra miðaldasagna, sem Carl Christian Rafn gaf út 1829–
1830 undir heitinu Fornaldar Sögur Nordrlanda eptir gömlum handritum,
en hann skipaði þar saman sögum, sem gerðust fyrir landnámsöld á
Norðurlöndum og víðar, og skilgreindi þar með sérstaka bókmenntagrein.2
Var Eiríks saga víðfǫrla lengi vel talin með fornaldarsögum, en í seinni
tíð hafa verið bornar brigður á þá flokkun sögunnar efnis hennar vegna.
Hermann Pálsson til að mynda kallar söguna „sacred romance“; Rosemary
Power telur, að sagan sé „a curious combination of a viking romance and
a hagiographical work“; Elizabeth Ashman Rowe nefnir „hybrid nature“
sögunnar og segir, að hún „combines the religious and the mythic-heroic
[…] embedding lessons about Christianity in the mythic-heroic narrative
structure“; Elise Kleivane segir söguna geta flokkast í „fleire ulike sjangrar“
allt eftir hlutverki sögunnar í þeim handritum, sem geyma hana; loks kallar
Alessia Bauer söguna „Mischwerk […], in dem zwar die Rahmenerzählung
die Kriterien einer fornaldarsaga erfüllt, die Inhalte jedoch eher belehrend
und moralisierend sind und in den Kontext der didaktischen Literatur
eingeordnet werden können.“3 Sverrir Tómasson segir Eiríks sǫgu víðfǫrla
1 Þessi grein er unnin upp úr fyrirlestri, sem var fluttur á málþingi við háskólann í Erlangen
í maí 2010 og í Miðaldastofu Háskóla íslands í september 2015.
2 Fornaldar Sögur Nordrlanda eptir gömlum handritum I–III, útg. C. C. Rafn (Kaupmanna-
höfn: Popp, 1829–1830), Eiríks saga víðfǫrla er prentuð í þriðja bindi, 661–674.
3 Hermann Pálsson, „Towards a Definition of fornaldarsögur“, Fourth International Saga
Conference, München, July 30th–August 4th, 1979 (München: Institut für Nordische Philo-
Gripla XXX (2019): 47–75