Gripla - 2019, Page 49
49
ákveðið siðaboð eða kenningu, oft sem víti til varnaðar.“7 Að þessu verður
vikið nánar hér á eftir.
2. Varðveisla, efni, heimildir
Eiríks saga víðfǫrla er varðveitt í um það bil 60 handritum, sem má flokka
í fjórar mismunandi gerðir: A, B, C og D. Af þeim eru A- og B-gerðirnar
frá miðöldum, og C-gerðin, sem einvörðungu er varðveitt í handritum frá
17. öld, hefur eflaust verið það sömuleiðis, en D-gerðin er hins vegar blend-
ingsgerð, sem að öllum líkindum hefur orðið til á 17. öld.8 Frá miðöldum
eru því nú aðeins varðveitt Eiríks sǫgu-handrit af A- og B-gerð, fimm að
tölu:
Af A-gerð:
1. GKS 1005 fol., Flateyjarbók, frá 1387 (sagan heil);
2. AM 720 a VIII 4to frá fyrri helmingi 15. aldar (rúmlega þriðjungur
varðveittur);
3. AM 557 4to, Skálholtsbók, frá því um 1420 (tæplega helmingur
varðveittur);
af B-gerð:
4. AM 657 c 4to frá tímabilinu 1340–1390 (sagan heil);
5. GKS 2845 4to frá því um 1420–1450 (rúmlega helmingur varð-
veittur).9
7 J[akob] B[enediktsson], „Ævintýri“, merking 2, Hugtök og heiti í bókmenntafræði, ritstj. Jakob
Benediktsson (Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands og Mál og menning,
1983), 315.
8 Sjá Eiríks saga víðfǫrla, útg. Helle Jensen, Editiones Arnamagnæanæ B 29 (Kaupmannahöfn:
C. a. reitzels forlag, 1983), xiii–xiv; Helle Jensen, „Eiríks saga víðfǫrla: appendiks 3“, The
Sixth International Saga Conference 28. 7.–2. 8. 1985. Workshop Papers I (Kaupmannahöfn:
Det arnamagnæanske Institut, Københavns Universitet, [1985]), 501–504; Helle Jensen,
„Eiríks saga víðfǫrla“, Medieval Scandinavia. An Encyclopedia, ritstj. Phillip Pulsiano,
Kirsten Wolf et al. (New York og Lundúnum: Garland Publishing, 1993), 161.
9 Sjá Eiríks saga víðfǫrla, útg. Helle Jensen, lvi, lx–lxxiii, lxxx–lxxxiii, clxxxvii–ccvi. – Um
ritunartíma Flateyjarbókar sjá Kolbrún Haraldsdóttir, „Für welchen Empfänger wurde
die Flateyjarbók ursprünglich konzipiert?“, Opuscula XIII, ritstj. Britta Olrik Frederiksen
og Jonna Louis-Jensen, Bibliotheca Arnamagnæana 47 (Kaupmannahöfn: Museum
Tusculanum Press, 2010), 1–16 og 30–42. – Stefán Karlsson tímasetur AM 557 4to til um
það bil 1420, sbr. Stefán Karlsson, „Ritun Reykjafjarðarbókar. Excursus: Bókagerð bænda“,
Opuscula IV, Bibliotheca Arnamagnæana 30 (Kaupmannahöfn: Munksgaard, 1970), 137–
138; endurpr. með „Eftirmála“ Stefán Karlsson, Stafkrókar. Ritgerðir eftir Stefán Karlsson
gefnar út í tilefni af sjötugsafmæli hans 2. desember 1998, ritstj. Guðvarður Már Gunnlaugsson,
E i r í k s s a g a v í ð f ǫ r l a Í MIÐaLDaHanDrItuM