Gripla - 2019, Blaðsíða 52
GRIPLA52
manna eðr Paradisum.“15 Hann fer um Danmörku til Miklagarðs, þar
sem Grikkjakonungur uppfræðir hann um kristna trú, landafræði og
kosmógrafíu. Konungurinn segir honum ennfremur, að ódáinsakr sé hið
sama sem Paradís eða „jǫrð lifandi manna“, og sé sá staður fyrir austan
Indíaland hið ysta, en eldveggur loki þangað leið. Eiríkr lætur skírast
og heldur að þremur vetrum liðnum af stað til ódáinsakrs/Paradísar/
jarðar lifandi manna. Eftir langa ferð um héruð Indíalands kemur hann
til myrkra héraða, þar sem jafnglöggt sér stjörnu um daga sem nætur, fer
hann þá um þykka skóga, undarlega háa, og kemur um síðir að á mik-
illi, sem hann hyggur vera ána Phison, er fellur úr Paradís. Yfir ána er
steinbogi, sem ógurlegur dreki liggur á, en handan árinnar er fagurt land
með miklum blóma og gnægð hunangs, ilmandi vel. Eiríkr hleypur ásamt
einum förunaut sínum í kjaft drekanum, þeir vaða reyk og koma svo á hið
15 Eiríks saga víðfǫrla, útg. Helle Jensen, 4, A-gerð, stafsetn. samræmd hér; styttri texti í B-,
C- og D-gerðum: en kristnir menn jǫrð lifandi manna eðr Paradisum] svo A, D1 (= AM
346 I 4to), ÷ B, C, D2-4, sama rit, 4–5, stafsetn. samræmd hér, sbr. ennfremur ccxxxiv–
ccxlviii. – Heitið „Paradís“ er á miðöldum tvírætt að því leyti, að það merkir bæði himneska
og jarðneska Paradís, og var hin jarðneska talin vera aldingarðurinn Eden, staðsettur langt í
austri nálægt Indlandi. „Jǫrð lifandi manna“ kann að vera þýðing á terra viventium í Vúlgötu-
Biblíunni – heiti, sem stundum var notað í merkingunni Paradís. Heitið „ódáinsakr“ kann
að vera sprottið af þessu, enda þótt það fyrirheitna land sé heiðið. Sjá Rosemary Power,
„Christian Influence in the fornaldarsǫgur Norðrlanda“, 851–852 og tilv. 857; Rosemary
Power, „Journeys to the Otherworld in the Icelandic Fornaldarsögur“, Folklore 96/2 (1985):
159–160 og tilv. 173. – Heitið „ódáinsakr“ kemur sömuleiðis fyrir hjá Saxo Grammaticus,
Gesta Danorum, 4. bók 2.1, skrifað „Undensakre“, og er hann sagður óþekktur staður, sem
jarlinn af Skáni hafi flúið til. Þá er „ódáinsakr“ nefndur í Heiðreks sǫgu, H- og U-gerðum
(sameiginlegt móðurhandrit beggja gerða ekki yngra en frá því um 1300), og er sá staður
sagður vera norður í Jötunheimum í Finnmörk í ríki Guðmundar á Grund á Glasisvöllum.
Ennfremur er „ódáinsakr/Undensakre“ nefndur í 17. aldar ritum, m.a. í Samantektum
um skilning á Eddu og Tíðfordrífi Jóns Guðmundssonar lærða (1574–1658) og í Saxo-
skýringum Stephanus J. Stephaniusar (1599–1650), sem sumpart eru komnar frá Brynjólfi
byskupi Sveinssyni (1605–1675). Loks hefur lifað af fram á 20. öld sögn um ódáinsakur
norður í Hvanndölum milli Héðinsfjarðar og ólafsfjarðar – afskekktan stað, þar sem
menn áttu ekki að geta dáið. Sjá Eiríks saga víðfǫrla, útg. Helle Jensen, xvii–xx; Einar G.
Pétursson, „Einn atburður og leiðsla um ódáinsakur, leiðsla Drycthelms eða CI. æventýri
í safni Gerings“, Gripla 4 (1980): 138–165, einkum 156–162; endurpr. Einar G. Pétursson,
Hulin pláss. Ritgerðasafn gefið út í tilefni sjötugsafmælis höfundar 25. júlí 2011, Stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum, rit 79 (reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum, 2011), 31–58, einkum 49–56; W[ilhelm] Heizmann, „ódáinsakr und
Glæsisvellir“, Reallexikon der Germanischen Altertumskunde XXI (Berlín og New York:
Walter de Gruyter, 2002), 527–533 og tilv. þar; sbr. ennfremur Christian Carlsen, Visions
of the Afterlife in Old Norse Literature, 110–115.