Gripla - 2019, Page 60
GRIPLA60
Efni Maríujarteinarinnar er vitrun konu á kyndilmessu (purificatio sanctae
Mariae), að hún skuli við messu ganga með kerti sitt til altaris, sem Kristur
þjónar fyrir, en hún tregðast við. Boðskapur jarteinarinnar er augljós:
Menn meðtaki lumen ad revelationem gentium („ljós til opinberunar heið-
ingjum“) – hjálpræðið „fyrirbúið í augsýn allra lýða“,42 en tregðist ekki við,
og þeim verður ríkulega launað. Maríujarteinin og Eiríks saga víðfǫrla væru
dæmigert inngangsefni miðaldabóka. Hvort þeim hefur verið skipað fremst
niður í handritinu, sem AM 720 a VIII 4to er leifar af, með öðrum orðum
hvort tvinnið hefur verið til dæmis 2. og 7. blað í fyrsta kveri handrits-
ins, verður að vísu hvorki sannað né afsannað, en hlýtur þó að teljast afar
líklegt: Textinn, sem vantar framan á Maríujarteinina, ætti varla að hafa
fyllt meira en eina blaðsíðu, sé tekið mið af texta varðveittu gerðanna
tveggja, en forsíða fyrsta blaðs kversins/handritsins hefði þá verið auð, og
textinn í eyðunni milli blaðanna beggja, sem vantar af Eiríks sǫgu víðfǫrla
(um það bil sjö blaðsíður og sjö línur) og Lilju (tæplega ein blaðsíða), mundi
einmitt nokkuð nákvæmlega fylla átta blaðsíður, það er fjögur blöð.43
AM 557 4to, Skálholtsbók, er sögubók, sem telur nú 48 blöð í átta
kver um og geymir eftirfarandi 12 sögur og þætti, flestar óheilar, í þessari
röð: valdimars sǫgu, gunnlaugs sǫgu, Hallfreðar sǫgu, Hrafns sǫgu svein-
bjarnarsonar, Eiríks sǫgu rauða, rǫgnvalds þátt ok rauðs, Dámusta sǫgu, Hróa
þátt heimska, Eiríks sǫgu víðfǫrla, Stúfs þátt, Karls þátt vesala og Sveinka þátt.
Stefán Karlsson hefur greint rithöndina á AM 557 4to og telur hana vera
hönd ólafs Loftssonar (d. 1457–1459), sonar Lofts ríka Guttormssonar
(um 1375–1432); Stefán ályktar það af skriftarlíkindum handritsins og sex
bréfa frá árunum 1420–1449 með hendi, sem hann eignar ólafi.44 Lasse
Mårtensson hyggur hins vegar – reyndar á heldur veikum forsendum
–, að skrifarar AM 557 4to hafi verið tveir,45 annar þeirra þá væntanlega
42 Sbr. Biblía. Það er heilög ritning. Þýðing úr frummálunum, Lúkasar guðspjall 2,29–32
(Reykjavík: Hið íslenzka biblíufélag, 1957), 1069.
43 Sbr. Elise Kleivane, Reproduksjon av norrøne tekstar i seinmellomalderen, 248–250.
44 Stefán Karlsson, „Ritun Reykjafjarðarbókar. Excursus: Bókagerð bænda“, 137–138; endurpr.
með „Eftirmála“ Stefán Karlsson, Stafkrókar, 325; Stefán Karlsson, „íslensk bókagerð á
miðöldum“, 290–291; endurpr. Stefán Karlsson, Stafkrókar, 235–236. – Stefán Karlsson,
op. cit., hyggur AM 162 C fol. vera með sömu hendi – handrit, sem telur 11 stök blöð og
geymir brot úr ljósvetninga sǫgu, vápnfirðinga sǫgu, Droplaugarsona sǫgu, finnboga sǫgu
ramma, Þorsteins þætti stangarhǫggs og sáluss sǫgu ok Níkanórs.
45 Lasse Mårtensson, AM 557 4to. Studier i en isländsk samlingshandskrift från 1400-talet,
Akademisk avhandling för avläggande av filosofie doktorsexamen vid Uppsala universitet