Gripla - 2019, Page 129
129
69v: O florens rosa, mater Domini (andstef á Maríuhátíðum; vantar
aftan við)
–––
70r: Gaude, Dei genitrix (andstef, oftast á himnaför Maríu; vantar
framan við)
70r–71r: Ave sanctissima virgo (Maríubæn, ókunnur sléttsöngur)
71r–v: Ave beatissima civitas (andstef á Maríuhátíðum, vantar aftan
við)
–––
72r: Sanctifica nos Domine (andstef á krossmessu á vori, niðurlag
vantar)
72v: Ave Maria electa (andstef við fyrirbænir, torlæsilegt, nótur
máðar)
72v: Michael prepositus paradisi (andstef við fyrirbænir og á
Mikjálsmessu, torlæsilegt, nótur máðar)
Svo virðist sem slitur af litlu kaþólsku söngvakveri sem innihélt mest-
megnis söngva fyrir Maríuhátíðir hafi verið bundið aftan við annað efni.59
Á ystu blöðum kversins (69r og 72v) er skriftin afar máð og virðist sem á
þeim standi efni úr handritinu í hinni eldri gerð en að á 69v–72r hafi eldra
efni verið skafið burt og nýtt skrifað í staðinn. Svo virðist sem ekki hafi að
fullu verið lokið við endurgerð kversins. Á 72r er stærstur hluti sléttsöngs-
ins Sanctifica nos Domine og hefði hann átt að halda áfram á verso-hlið
blaðsins. Þar hefur skrifarinn ekki haldið áfram heldur sést hér glitta í
uppskafninginn, þ.e. söngtexta sem að líkindum hefur tilheyrt hinni eldri
gerð. Sjálf skriftin virðist hin sama á öllum blöðunum. Ef ystu blöðin eru
vitni um eldri hluta bókarinnar má geta sér þess til að sami skrifari hafi
síðar ákveðið að uppfæra innihaldið.
Á hverju nótnablaði eru fimm línur nótna og texta. upphafsstafir
söngv anna eru yfirleitt skreyttir á hæverskan hátt en nokkur munur er á
útfærslunni eftir tvinnum. Hið ytra (69/72) er skreytt með svörtu bleki og
fíngerðum dráttum: S á 69r, O á 69v og A á 72v; gleymst hefur að teikna
59 Fyrrum eigandi handritsins, Þorsteinn Eyjólfsson, virðist hafa verið áhugamaður um
Maríukveðskap. Í safni Árna Magnússonar er handrit með hendi Þorsteins þar sem skrifuð
eru upp tvö gömul Maríukvæði (AM 719 c 4to, sjá Kålund, Katalog 2:143–144). Þorsteinn
átti fleiri gömul handrit, til dæmis Jónsbók frá 14. öld (AM 154 4to), og skrifaði sjálfur upp
brot úr íslendingabók Ara fróða (AM 113 f fol.).
Dý rLIngar og DagLEgt BrauÐ Í LangaDaL