Gripla - 2019, Page 135
135
hefst með bænarupphafinu „O Jesu mi dulcissime/spes suspirantis animae“
sem eignað er heilögum Bernharði af Clairvaux. Framhald textans er aftur
á móti sótt í O florens rosa en bæninni snúið upp á Krist eins og fjöldamörg
dæmi eru um eftir siðaskiptin: „O Jesu mitis/o faecundissima vitis/clarior
aurora/pro nobis piissime/Jesu, patrem, ora.“68 Meginröddin í AM 102
8vo er nær alveg samhljóða laginu í AM 461 12mo, svo langt sem það nær
í hinu síðarnefnda. Virðist sem hinn gamli Maríusöngur hafi verið fyrir-
mynd að tvísöngslaginu og stærstum hluta textans að auki. Hefur hann því
lifað hér á landi í bókum og minni söngvara, með þeim breytingum sem
nefndar hafa verið, fram undir lok 17. aldar.
Nótnadæmi 2. O florens rosa (AM 461 12mo) og O Jesu dulcissime
(AM 102 8vo, neðri rödd), upphafshendingar.
Gaude, Dei genitrix (70r) er bænasöngur til Maríu sem var vinsæll um alla
Evrópu á miðöldum og gegndi lykilhlutverki í tíðasöng við Maríuhátíðir.
Hann á rætur sínar í minninu um „fimm fögnuði“ Maríu sem var, eins
og minnið um sorgir hennar, vel þekkt á íslandi.69 Þessi tiltekni slétt-
söngur var talinn hafa sérstakan kraftaverkamátt og hans er getið í þremur
íslenskum Maríujarteinum.70 Allar eiga það sameiginlegt að klerkar sem
hafa lagt það í vana sinn að syngja Gaude, Dei genitrix „hvern morgin fyrir
líkneski sællar Marie“ fá hægt andlát. í einni þeirra birtist María klerki
„með dýrð mikilli“ skömmu fyrir andlátið og kveðst hafa búið honum eilífa
68 Um sálm Bernharðs sjá André Wilmart, O.S.B., Le “jubilus” dit de Saint Bernard (Étude avec
textes), (Róm: Edizioni di “Storia e letteratura”, 1944).
69 Sjá Guðbjörg Kristjánsdóttir, „Sjö A fyrir Ave-vers,“ 92. Hér eru einnig talin nokkur dæmi
um Gaude-andstefið í íslenskum heimildum.
70 Mariu saga. Legender om jomfru Maria og hendes jertegn, útg. Carl Rikard Unger (Christiania,
1871), 1:73–74, 1:261–262, 2:778, 2:1191–1192; sjá einnig Guðbjörg Kristjánsdóttir, „Sjö
A fyrir Ave-vers.“ Um Maríujarteinir og evrópskan uppruna þeirra sjá Ole Widding,
„Norrøne Marialegender på europæisk baggrund,“ Opuscula 10 (1996): 1–128. Textinn
Gaude, Dei genitrix hefur einnig fundist í Björgvin á rúnagrip frá miðri 13. öld og er talið
að um verndargrip sé að ræða, sjá MacLeod og Mees, Runic Amulets and Magic Objects,
198–199.
Dý rLIngar og DagLEgt BrauÐ Í LangaDaL
O flo rens- ro sa,- mat er- do mi- ni- spe -
O Je su- dul cis- si- me,- spes sus pi- ran- tis-
&
‹
Nótnadæmi 2.
&
‹
œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ
œ œ œ œ œ œ œ œ œ
œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ
œ œ œ œ œ œ œ œ œ