Gripla - 2019, Qupperneq 137
137
Bænaversið Ave sanctissima virgo (70r–71r) er ekki að finna í litúrgíu
kaþólsku kirkjunnar. Textinn á raunar margt sameiginlegt með vinsælli
rósakransbæn sem eignuð var Sixtusi IV (páfi 1471–1484) og varð einkar
vinsæl á síðustu áratugum 15. aldar; hún hefst á sömu orðum en framhaldið
er „mater dei, regina coeli, porta paradisi“. Sá texti var aldrei sunginn í
sléttsöng heldur var hann sagður fram við bæn og þá helst frammi fyrir
líkneski af Maríu mey rétt eins og getið er um í jarteinum um Gaude, Dei
genitrix. Stundum hlaut hann raunar tónsetningu mótettuhöfunda á 16.
öld.75 í íslenska handritinu er textinn, sem víkur nokkuð frá bæn Sixtusar
IV en á margt sameiginlegt með honum, á þessa leið eftir því sem ráðið
verður í skriftina:
Ave sanctissima virgo maria
mater domini nostri ihesu christi
regina celorum
paradisi porta
spetialissima domina mundi.
Quia tu es castissima virgo que sine peccato concepta
concepisti dominum jhesum christum sine omni peccato.
Tu peperisti creatorem et salvatorem mundi
in quo nobis nulla est diffidentia obsecramus.
Libera nos ab omni malo et ora pro peccatis nostris.
Sambærilega gerð textans er óvíða að finna en hann stendur þó í latnesku
bænakveri sem talið er ritað í nunnuklaustri í neðra-Saxlandi á 16. öld. Má
Conquest England,“ Contextualizing Miracles in the Christian West, 1100–1500; New His-
torical Approaches, ritstj. Matthew M. Mesley og Louise E. Wilson. (Oxford: The Society
for the Study of Medieval Languages and Literature, 2014), 72–73. Þessi bænasöngur
er einnig í ensku handriti frá 15. öld, sjá The Processional of the Nuns of Chester, útg. John
Wickham Legg, (London: Henry Bradshaw Society, 1899), 21.
75 Bonnie J. Blackburn, „The Virgin in the Sun: Music and Image for a Prayer Attributed to
Sixtus IV,“ Journal of the Royal Musical Association 124 (1999): 168. Um bænina hafa einnig
ritað Sixten Ringbom, „Maria in Sole and the Virgin of the Rosary,“ Journal of the Warburg
and Courtauld Institutes 25 (1962): 326–330, og Kathryn M. Rudy, Rubrics, Images and
Indulgences in Late Medieval Netherlandish Manuscripts (Leiden: Koninklijke Brill, 2017),
164–168. Textinn er einnig í Henry Luttikhuizen, „Still Walking: Spiritual Pilgrimage,
Early Dutch Painting and the Dynamics of Faith,“ Push Me, Pull You: Imaginative,
Emotional, Physical, and Spatial Interaction, ritstj. Sarah Blick og Laura D. Gelfand (Leiden:
Brill, 2011), 209.
DýrLIngar og DagLEgt BrauÐ Í LangaDaL