Gripla - 2019, Side 189
189
frumstæðs og frábrugðins skáldskapar og vakið áhuga á Skandinavíu til
forna.5
Frá sjónarhóli Bretlands og Mið-Evrópu hafa Norðurlönd lengi verið
jaðarþjóðir, tengdar fortíð og frumstæðum veruleika. Skandinavisminn
svokallaði, sem Grímur Thomsen studdi, var pólitísk stefna og hugmynda-
fræði, sprottin af þessari jöðrun, tilraun til þess að rétta hlut Norðurlanda
og bregðast við rússneska stórveldinu og sameiningu þýsku ríkjanna.6
ísland varð á 19. öld að nokkru leyti menningarlegt miðsvæði Norðurlanda
og þar með í augum Evrópubúa skrýtnast af öllu sem einkennilegt gat talist
af þeim jaðri Evrópu. Skýr mynd af því birtist í bókinni Ísland, framandi
land þar sem raktar eru sagnir af furðum íslands.7
Grímur Thomsen hélt fyrirlestur í Kaupmannahöfn 1846 og ræddi
stöðu íslands í Skandinavíu og reyndar einnig stöðu Skandinavíu í
Norður-Evrópu.8 Skandinavisminn var rökrétt framhald af hugmyndum
norrænnar borgarastéttar um frelsi og völd. Um skandinavisma er rætt í
tveimur nýlegum bókum þar sem pólitískar og menningarlegar röksemdir
skandinavista eru til umræðu.9 í bókinni Landnám er einnig fjallað um ris
og hnig skandinavismans.10
Grímur Thomsen (1820–1896) var bókmenntafræðingur og skáld, emb-
ættismaður í utanríkisþjónustu Dana, þingmaður og bóndi á Bessastöðum.
Hann gaf út um miðja 19. öld tvær sýnisbækur íslenskra miðaldabók-
mennta.11 í þessum bókum eru stutt atriði úr íslenskum bókmenntaarfi,
aðallega konungasögum og íslendingasögum. Sögubrotin eru endurrituð
á dönsku, Grímur valdi þau, þýddi og endursagði, og þau birtust í nýju
5 Alison Finlay, „Thomas Gray’s translations of Old Norse poetry,“ Old Norse Made New.
Essays on the Post-Medieval Reception of Old Norse Literature and Culture, ritstj. David Clark
og Carl Phelpstead (London: Viking Society for Northern Research, University College
London, 2007), 4.
6 Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson. Ævisaga I (Reykjavík: Mál og menning, 2002), 354–
355.
7 Sumarliði ísleifsson, Ísland. Framandi land, (Reykjavík, Mál og menning, 1996).
8 Grímur Thomsen, Islands stilling i det øvrige Skandinavien, fornemmelig i literær Henseende:
Et Foredrag holdt i det Skandinaviske Selskab, den 9de Januar 1846, af Grimur Thomsen, Mag.
Art. [sérprentaður fyrirlestur] (Kaupmannahöfn: Reitzel, 1846).
9 Jón Yngvi Jóhannsson, Landnám. Ævisaga Gunnars Gunnarssonar, (Reykjavík: Mál og
menning, 2011), 222–231 og Kristján Jóhann Jónsson, Grímur Thomsen, 164–180.
10 Jón Yngvi Jóhannsson, Landnám, 222–231.
11 Grímur Thomsen, Udvalgte Sagastykker I, (Kaupmannahöfn: Selskabet for Trykkefrihedens
rette Brug, 1846) og Udvalgte Sagastykker II, (Kaupmannahöfn: Iversens forlag, 1854).
HETJUR OG HUGMYNDIR