Gripla - 2019, Page 190
GRIPLA190
samhengi í bókunum hans tveimur vegna þess að þeim var ætlað nýtt
hlutverk. Sagastykker eða Sögubrot Gríms eru snemmbúin en áhugaverð
tilraun til þess að endursegja eða þýða norrænan bókmenntaarf inn í
skandinavískan samtíma, þau eru eins konar Íslendingaþættir á dönsku þó
að yfirleitt sé talið að útgáfusaga íslendingaþátta hefjist með útgáfu Fjörutíu
Íslendinga-þátta 1904. Að vísu kom út bókin Sex söguþættir í umsjá Jóns
Þorkelssonar 1855,12 árið eftir að Grímur gaf út Sagastykker II.
í þessari grein er fyrst og fremst valið til skoðunar úr Sögubrotum Gríms
efni þar sem sagt er frá hraustum, hæfum og siðlegum manni sem sækir
utan af jaðrinum og inn að miðju valdsins. Það töldu róttækir, danskir
borgarar sig vera að gera á þessum tíma og í Sögubrotunum reynir Grímur
að tengja sögur af slíkum einstaklingum við eigin stétt og sjónarmið. Hann
var frjálslyndur ungur maður af borgarastétt og vildi að miðaldabókmennt-
irnar yrðu frelsandi textar þeirra sem landið erfðu.
Sögubrot Gríms Thomsen eru mótuð af hugmyndum rómantísku stefn-
unnar og ætlunin með útgáfu þeirra var að sannfæra Dani og aðra Skandinava
um gildi íslenskra miðaldabókmennta fyrir nútímann og framtíðina.
Hreyfing Skandinavista vildi hefja ísland og íslenska menningu til vegs
og virðingar á skandinavískum vettvangi.13 Sögubrot Gríms hafa hins vegar
ekki verið lesin eða rædd út frá þessu sjónarhorni þó að bent hafi verið
á þetta áður.14 Þessar tvær bækur eru engu að síður markvert dæmi um
viðleitni til þess að endurrita íslenskar miðaldabókmenntir og sýna fram
á varanlegt gildi þeirra í nútímanum. Rómantíska stefnan einkenndist af
söguhyggju og fylgjendum hennar var mikið í mun að sýna fram á ótvírætt
gildi fortíðarinnar. Þekking á sögu og náttúru var að þeirra mati ómissandi
ef ætlunin var að skilja hver við værum og hvert við stefnum.
Hugmyndin með Sögubrotunum er greinilega sú að stuttar sögur geti
náð eyrum fólks sem lítið þekkir til norræns bókmenntaarfs. útgáfa þeirra
er jafnframt til vitnis um þá hugmynd að bókmenntaarfurinn eigi erindi til
almennings og þar kveður við rómantískan tón. Saga, menning, þjóðarandi
og náttúra voru á rómantísku skeiði talin hafa mótandi áhrif á persónuleik-
ann og þekking á forfeðrunum og menningu þeirra jafngilti sjálfsþekkingu.
12 Ármann Jakobsson, Íslendingaþættir. Saga hugmyndar, Studia Islandica 63 (Reykjavík:
Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla íslands, Háskólaútgáfan, 2014), 20.
13 Grímur Thomsen, Islands stilling i det øvrige Skandinavien, 1846.
14 Kristján Jóhann Jónsson, Grímur Thomsen, 192–203.