Gripla - 2019, Blaðsíða 194
GRIPLA194
gerðu. Hann var hlynntur skandinavisma og þjóðernishugmyndir hans voru
þess vegna bæði undir evrópskum og amerískum áhrifum. Skandinavistar
vildu sameina hina norrænu þjóð eða nokkrar „skyldar þjóðir“ í einu
ríki eins og gert var þegar Þýskaland og Frakkland urðu til og reyndar
flest önnur stórveldi álfunnar. Innifalin í hugmynd skandinavistanna um
norrænt ríki var meiri háttar viðurkenning á íslenskri menningu sem kjarna
skandinavískrar menningar og íslenskrar tungu sem móðurtungu þessara
þjóða. Skýrt dæmi um þetta er fyrirlestur Gríms sjálfs í félagi skandinavista
sem áður var vísað til.22
Sögubrot Gríms snúast að meira og minna leyti um grunngildi: sann-
sögli, hreinskilni, kjark og hógværð. Manngildishugsjónir rómantísku
stefnunnar ráða vali og mótun efnisins og niðurstaðan verður önnur en
sú sem sagnaritarar á 13. og 14. öld hafa líklega ætlað sér. Jafnframt eru
í Sögubrotunum aðalleikarar af tvennum toga. Annars vegar er hlutverk
aðkomumanns sem býr yfir áðurnefndum dyggðum eða einhverjum þeirra,
stéttarstaða hans er úr miðbiki miðaldasamfélagsins en sagan er þroskasaga
hans. Hann er á uppleið og stendur betur í lok sögunnar en hann gerði
í upphafi. Hinn aðalleikarinn er hærra settur, oft konungur en vantar
einhverjar áðurnefndra dyggða, ef ekki allar. Hliðartextar sýnisbókanna
beina viðtökum í átt að markmiði útgefanda eins og minnt var á í tilvitnun
í Genette hér að framan og sjá má hér:
(úr Knýtlinga sögu, k. 22)
Pálnatóki hafði drepið föður Sveins Tjúguskeggs, Harald blátönn,
konung í Danmörku. Sveinn tjúguskegg, fóstursonur Pálnatóka, er
talinn hafa verið samsekur honum því að hann elskaði ekki föður
sinn. En þegar hann varð kóngur byrjaði hann þó að hugsa um föð-
urhefnd, bæði vegna þess að honum líkaði illa hvernig hið volduga
fríríki Jómsvíkinganna blómstraði og vegna þess að föðurbróðir
Pálnatóka og erkióvinur, Fjölnir, æsti Svein stöðugt upp gegn hon-
um. Pálnatóka var boðið í erfidrykkju föðurins en það var einnig
snara sem Sveinn konungur hafði snúið þeim Jómsvíkingum.23
22 Kristján Jóhann Jónsson, Grímur Thomsen, 169–180.
23 „Palnatoki havde dræbt Svend tveskjægs fader Harald blaatand, konge i Danmark. Svend
tveskjæg, Palnatokis fostersön, menes at have været hans medvider, thi han elskede ei sin
fader. Men da han blev konge, begyndte han dog at tænke paa faderhævnen, dels fordi han