Gripla - 2019, Síða 196
GRIPLA196
framt að íslendingurinn Halldór Snorrason hafi stöðugt fylgt konungi og
þær upplýsingar koma í staðinn fyrir samhengi Morkinskinnu og útskýra
hvernig íslendingurinn þekkir söguna. Jafnframt er því þá komið til skila
að sannsögull íslendingur hafi verið hægri hönd konungs á frægðarárum
hans og það er sannað og staðfest þegar hinn sögufróði íslendingur, arftaki
hans, kemur í höllina. Samhengi Morkinskinnu er gefið upp á bátinn en í
staðinn bent á garpskap og sannsögli íslendinga og tengsl þeirra við göf-
ugustu syni Skandinavíu.
Hetjur og skáld
Sagnaþættir Gríms virðast valdir í því augnamiði að gera hlut íslendinga
sem mestan og einnig að hlaða undir hvern þann sem kemur utan af jaðr-
inum, með menningarauðmagn og visku þjóðarsálar, inn í hallir valda-
manna. Grímur Thomsen og H.C. Andersen áttu það sameiginlegt að
vera í jaðarstöðu hæfileikamanna af borgarastétt og lægri millistéttum í
dönsku samfélagi á þessum tíma þegar byltingar skóku álfuna og los var
komið á aldagamla stéttskiptingu í konungsríkinu og nýlendum þess.28 Að
sjálfsögðu þurfti Grímur að hafa trú á því að gáfur, félagsleg færni og sterk
menningarhefð gætu vegið upp á móti ættgöfgi og hinu sjálfgefna valdi sem
fylgdi því að vera fæddur til aðalstignar. Að því leyti átti hann samleið með
Dönum af rísandi milli- og borgarastétt. Nokkur sögubrotanna í sýnisbók-
unum urðu síðar að yrkisefnum í ljóðum Gríms. Þar er ort um hrausta og
gáfaða menn sem koma utan að, en eru ekki sjálfsagðir handhafar valds eins
og aðalsmennirnir. Þeir freista engu að síður gæfunnar í höllinni eða takast
ódeigir á við tignari og valdameiri andstæðinga.29
Sagnamaðurinn í endursögn Gríms kemur fátækur en glæsilegur í
höll Haralds konungs, skemmtir allri hirðinni fram undir jól og segir að
lokum söguna af Miklagarðsför Haralds sjálfs sem framhaldssögu á jólum,
án þess að hafa nokkra tryggingu fyrir því að Haraldur sé sáttur við hans
útgáfu af sögunni, eða útgáfu Halldórs Snorrasonar ef nánar er að gáð.
28 Kristján Jóhann Jónsson, „Með dauða kráku, drullu og stakan tréskó,“ Skáldlegur barns-
hugur. H.C. Andersen og Grímur Thomsen, ritstj. Katrín Jakobsdóttir (Reykjavík: Mál og
menning, 2005), 13–37.
29 Grímur Thomsen, Ljóðmæli I–II (Reykjavík: Snæbjörn Jónsson, 1934), I 26, 65, 68, 76; II
12, 33, 80.