Gripla - 2019, Blaðsíða 201
201
í rás sögunnar gerist það síðan að Þóroddur og félagar hans eru sviknir
af Jömtum sem ekki vilja greiða Noregskonungi skatt og eru trúrri
Svíakonungi eða hræddari við hann. Illdeilur konunga hafa löngum verið
hættulegar þegnum þeirra. Þóroddur sleppur frá Jömtum við annan mann.
Hæfni einfarans Arnljóts, sem er engum háður, dugir til þess að bjarga
Þóroddi og félaga hans undan grimmd Svíakonungs og manna hans. Hér er
einnig endurtekið það minni úr sögunni af Halldóri Snorrasyni að garpur
sendir konungi kveðju sína. Tign konungs og hetjuskapur garpsins gera
þá jafnvíga og það er einmitt eitt af því sem lýðræðissinnar vildu heyra árið
1846.
Sögubrot af atriði úr Jómsvíkinga sögu40 er lengra en hin og töluvert í það
lagt. Þar stendur fylking hraustra manna og glæsilegra frammi fyrir illmenn-
inu Hákoni Hlaðajarli og liði hans. Sveinn tjúguskegg, Dana konungur, hefur
leitt Jómsvíkinga í gildru og ginnir Sigvalda, foringja þeirra, til að strengja
þess heit að hann muni reka Hákon Hlaðajarl af Noregi. Til þess ætlaðist
hinn fláráði Danakonungur. Fyrir honum vakti ekkert annað en etja óvinum
sínum saman. Frá því er greint í löngum hliðartexta.41
Hetjuskapurinn dugir Jómsvíkingum skammt gegn göldrum, grimmd
og siðleysi Hákonar, sem fórnar syni sínum ungum til þess að fá ill öfl í
lið með sér. Jómsvíkingar eru að lokum sigraðir og bundnir á einn streng
og farið að höggva af þeim höfuðin með hæfilegu spjalli, samræðum og
íhugunum því ekki má spilla góðri skemmtun með flaustri. Einmitt vegna
þess að Hákon jarl og menn hans treina sér gleðina yfir aftökunum geta
orðheppni, kjarkur og áræði nokkurra ungra Jómsvíkinga bjargað lífi þeirra
þó að þeir bíði dauða síns og öll von virðist úti. Boðskapurinn er að ein-
ungis sá sem berst til síðasta blóðdropa, með öllum tiltækum aðferðum, á
kost á sigri. Það liggur einnig í þessari sögu að hversu svart sem útlitið er
þá er aldrei að vita nema þú fáir eitthvað út úr því að berjast uns yfir lýkur.
Það er hins vegar ekki Hákon jarl sem skilur hvað spunnið er í hina ungu
kappa. Hann er í þessari sögu heimskur og illur en Danakonungur fláráður
og siðlaus.
Eiríkur, sonur Hákonar Hlaðajarls, er hins vegar bæði vitur og djarfur,
þekkir hetjur þegar hann sér þær og tekur í flokk sinn þá Jómsvíkinga sem
eftir lifa, þvert ofan í vilja föður síns. Vagn Ákason er hér aðalpersóna.
40 Sama rit, 13–23.
41 Sama rit, 13–14.
HETJUR OG HUGMYNDIR