Gripla - 2019, Qupperneq 206
GRIPLA206
hans við Heiberg þar sem í odda skarst út af málfrelsi. Heiberg fannst ekki
sjálfsagt að hver sem væri gæti tekið til máls á opinberum vettvangi.46
Vissulega stóð Snorri Sturluson oft með bændum og var á móti kon-
ungum í frásögnum sínum. Hér stendur þó ekki eingöngu hæfnin and-
spænis tigninni eins og í mörgum hinna sagnanna heldur kveður þjóðin
upp dóm yfir konungi.
ólafur konungur helgi, hefur sent Björn stallara á þing til þess að semja
við ólaf Svíakonung um landamæri og biðja dóttur hans sér til handa.
Stuðningsmaður í ríki Svía er Rögnvaldur jarl sem var giftur systur ólafs
Tryggvasonar. Þegar málið er tekið fyrir á þingi Svía er gengið út frá því
í texta Gríms að konungur sé vitgrennri en aðrir sem málið ræða. Hann
þaggar niður í Birni stallara, heldur skammarræðu yfir Rögnvaldi jarli,
espar Þorgný lögmann upp á móti sér og gefur honum kjörið tækifæri til
að ráðast gegn sér. Þorgnýr les konungi pistilinn og getur sagt það sem
honum sýnist vegna þess að yfirgnæfandi meirihluti bænda fylgir honum
að málum. Fyrst telur hann upp dáðir fyrri konunga Svía en síðan víkur
hann að ræfildómi ríkjandi konungs.47 Þorgnýr er kunnugur hagsmunum
bænda, hann er einn af þeim og konungstignin er enn sem fyrr vesæld-
arlegt fyrirbæri ef þjóðin styður ekki konung sinn.
Þetta þurfti að segja í Danmörku um miðja nítjándu öld og í Sagastykker
er það sagt á óbeinan hátt. úr fornum, norrænum bókmenntum eru með
öðrum orðum unnar dæmisögur sem segja lesendum, nánast með biblíu-
sögusniði, hvað rétt er og gott.
Síðasta sagan í bókinni frá 1846 fjallar um sendimenn konungs sem
reknir eru burt með smán þegar þeir reyna að ásælast eigur, lönd og tryggð
bænda með því að sýna vald sitt. Enn einu sinni er hnykkt á því að kon-
ungur sé háður fylgi þegnanna og það er hæðst að dyggum fylgismönnum
konungs. Sendimaður Magnúsar konungs er kallaður Sigurður ullarbelgur,
(væntanlega mikill um sig en mjúkur viðkomu), Annar hét „Gilli bags-
plitte“ (bakrauf eða rassskora?) og hinn hafði enn verra viðurnefni, segir
46 Kristján Jóhann Jónsson, Grímur Thomsen, 142–153.
47 „Men denne konge, som vi nu have, lader ingen fordriste sig til at tale med sig, uden det,
ham selv lyster at höre; dertil opbyder han al sin kraft, men lader sine skatlande gaa fra sig
af svaghed og vankelmod ... Men vil du ei gjöre som vi sige, da angripe vi dig og dræbe dig
og taale ei ufred og ulov af dig. Saa gjorde hine vore forfædre, der de styrtede fem konger i
en sump paa Muleting, som vare fulde af samme overmod, som du mod os; sig nu i en hast
hvad du beslutter,“ Grímur Thomsen, Sagastykker I, 90.