Gripla - 2019, Page 207
207
í endursögn Gríms. Svívirðingunum rignir yfir Sigurð ullarbelg og stuðn-
ingsmenn hans sjá þann kost vænstan að setja undir hann hest og hann
ríður til skógar en foringi bænda fer í friði heim á bú sitt. Konungur getur
fátt gert ef almenningur vill ekki fylgja honum.
Endursagnir þessarar bókar eru eins og vikið var að í upphafi, ætlaðar
vaxandi borgarastétt sem var að draga valdataumana úr höndum aðals og
konunga. Miðaldabókmenntir íslendinga gefa mörg tækifæri til óbeinnar
umræðu um það málefni og áhugaverð tengsl eru milli miðalda og nítjándu
aldar eins og að hefur verið vikið.
í Sagastykker II frá 1854 er ýmislegt með öðrum hætti en í fyrri bók-
inni með sama nafni þó að ritstjórinn segist í formála sínum stjórnast af
sömu sjónarmiðum. Hinn ungi og róttæki magister í fagurfræði, Grímur
Thomsen, er orðinn hátt settur embættismaður. Ef til vill skiptir það þó
meira máli að milli þessara tveggja bóka hafði mikið gerst, Danir fengu
stjórnarskrá og konungsvaldið varð ekki eins yfirþyrmandi og verið hafði.
Jafnframt var eðlilegt að menn vildu ræða ímynd konunga í nýrri stöðu.
Með seinna bindinu er athyglisverður formáli. Þar segist ritstjórinn
ef til vill hafa birt ansi marga texta sem lúti að mikilvægi íslenskrar sögu
en segist þó hafa virt hið norræna samhengi.48 Strax í fyrsta textanum eru
slegnar kunnuglegar nótur þar sem jaðarsvæðin Færeyjar og ísland koma
við sögu. Hér er ekki vísað til heimilda í frásögn Gríms en ef efnið er tekið
úr Sverris sögu eins og hún birtist í Fornmanna sögum, áttunda bindi frá
1834, þá eru úrfellingar miklar en ritstjórn beinist að því að draga fram hlut
þeirra sem sækja að utan og vilja „reyna sverðin á mjaðarístrunum þeirra
Víkverja“.49
Sverrir konungur átti eins og kunnugt er ekki greiða leið að konung-
dómi. Hann kom frá Færeyjum með óvísan uppruna en var, samkvæmt
þeim heimildum sem til eru um hann, afar málsnjall og slyngur herfor-
ingi. í sögubroti Gríms er ekki vikið að uppruna Sverris eða sögu. Hann
virðist eiga að standa sem einhvers konar tákn um sátt milli konungsvalds
og þegna en frásagnir af honum eru bæði í upphafi og endi bókarinnar. í
seinni bókinni er hlutfallslega miklu meira rými tekið undir ímynd kon-
48 „I Valget af efterfølgende Stykker har jeg ladet mig lede af samme Hensyn, som i den
tidligere Samling. Jeg har hentet dem fra forskjellige Tider, og fra de forskjellige nordiske
Lande,“ Grímur Thomsen, Sagastykker II, v.
49 Fornmanna sögur. Eptir gömlum handritum. VIII. Saga Sverris konúngs (Kaupmannahöfn:
Hið konúngliga norræna fornfræða fèlag, 1834), 117.
HETJUR OG HUGMYNDIR