Gripla - 2019, Side 253
253
Bjarna að sjálft höfuðskáldið Hallgrímur Pétursson lauk þeim.37 Hafa
þeir líklega verið kunnugir og er hugsanlegt að Hallgrímur hafi um skeið
verið sóknarprestur Bjarna.38 Sá síðarnefndi hefur þá lifað fram yfir 1650
en Hallgrímur kom í Saurbæ 1650 eða 1651.39 Einkum hafa Bjarna þó
verið eignaðar margar öfugmælavísur, m.a. elstu vísurnar af því tagi sem
þekktar eru. Eru honum raunar ætlaðar mun fleiri slíkar vísur en nokkrar
líkur eru á að hann hafi ort. Víða í kveðskap hans má greina glaðværð og
lífsgleði sem m.a. kemur fram í þekktu minningarkvæði um mág hans, Jón
Grímsson í Kalmanstungu.40
í bókmenntasögu Máls og menningar skipar Böðvar Guðmundsson
Bjarna í flokk með helstu veraldlegu skáldum um 1600 og svo hefur al-
mennt verið gert.41 Böðvar lítur líka á Aldasöng sem veraldlegan kveðskap
og telur hann vera með rismestu veraldlegu kvæðum frá þessum tíma.42
Þrátt fyrir þetta bendir Böðvar á að Bjarni hafi ekki verið mikill kenninga-
smiður, hafi lítið notað fornt skáldskaparmál og segir að dregið hafi verið í
efa að hann hafi verið vel að sér í fornum bragreglum.43
Bjarni Jónsson lét einnig eftir sig trúarlegan kveðskap. Leit Páll Eggert
ólason raunar svo á að öll helstu kvæði hans væru andlegs efnis og þannig
flokkaði hann Aldasöng.44 Bjarni var t.d. elstur þeirra skálda sem áttu nýja
sálma í annarri útgáfu sálmabókar Guðbrands Þorlákssonar sem kom út
37 Páll Eggert ólason, Menn og menntir IV, 719–727. Stefán Einarsson, Íslenzk bókmenntasaga,
247. óskar Halldórsson, „Bókmenntir á lærdómsöld“, 226, 228.
38 Páll Eggert ólason, Menn og menntir IV, 710. Björn Jónsson, „Skáld úr alþýðustétt“, 138–
139. í þjóðsögu segir frá því að B.J. ráðlagði konu einni er Hallgrímur hést við í vísum að
yfirgefa heimasveit sína. Þar er gengið út frá að þeir hafa verið samtímis við Hvalfjörðinn.
Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri I, 449 –450.
39 Margrét Eggertsdóttir, Barokkmeistarinn, 170.
40 Jón Þorkelsson, Om digtningen på Island, 398–412. Páll Eggert ólason, Íslenzkar æviskrár I,
174. Stefán Einarsson, Íslenzk bókmenntasaga, 246–247. Böðvar Guðmundsson, „Nýir siðir
og nýir lærdómar“, 425–426, 439, 454–456. Páll Eggert ólason, Seytjánda öld, 332. óskar
Halldórsson, „Bókmenntir á lærdómsöld“, 219, 226, 252.
41 Böðvar Guðmundsson, „Nýir siðir og nýir lærdómar“, 442 sjá þó 409. Sjá og Páll Eggert
ólason, Menn og menntir IV, 710–711, 776. óskar Halldórsson, „Bókmenntir á lærdóms-
öld“, 244.
42 Böðvar Guðmundsson, „Nýir siðir og nýir lærdómar“, 452. Sama gerir Jónas Kristj ánsson
í bókmenntasöguþættinum í Sögu Íslands V. Jónas Kristjánsson, „Bókmenntasaga“, Saga
Íslands V, ritstj. Sigurður Líndal (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, Sögufélag,
1990), 278.
43 Böðvar Guðmundsson, „Nýir siðir og nýir lærdómar“, 456.
44 Páll Eggert ólason, Menn og menntir IV, 711–712. Páll Eggert ólason, Seytjánda öld, 331.
„ aLLt HafÐ I annan rÓ M […]“