Gripla - 2019, Blaðsíða 265
265
yfir alla. Hannes taldi „hallæris-húngrið“ þó vera bitrasta sverðið í hendi
Guðs syndugum mönnum til betrunar:
Það vægir hvorki úngum né gömlum, það deyðir eptir lánga pínu,
það færir með sér heilan her af sjúkdómum, það rífur burt kvikfénað
og bústofn, er lengi á í að nást aptur, eptir að húngrinu hefir aflinnt
[…].81
Hannes taldi þó hinar félagslegu afleiðingar hungursins ekki minnst verðar:
„Það færir með sér rán og stuldi, meðan það yfirstendur, en síðar dugnaðar-
og stjórnleysi með sjálfstæði, sem viðbrennur lengi á eptir, […]“.82 Á tímum
er hver varð að bjarga sér í samfélagi án trygginga og velferðarkerfis fóru
gripdeildir að sjálfsögðu í vöxt þegar illa áraði. Eftir á taldi biskupinn svo
að agaleysi færðist í aukana.
Mannfellir skapaði að sönnu aukinn félagslegan sveigjanleika sem
mögulegt var að hagnýta sér með ýmsu móti. Hjú gátu hlaupið úr vistum
og orðið sjálfs sín herrar er jarðnæði losnaði og mögulegt varð að freista
þess að hokra á eigin vegum. Eignarhald á jörðum var þó á fárra höndum
í íslenska bændasamfélaginu og safnaðist jafnvel á enn færri hendur þegar
hallæri með manndauða og drepsóttir gengu yfir.83 En sóttirnar felldu
bæði ríka og snauða hvað svo sem um fæðuskortinn mátti segja. Auðæfi
eignaætta hafa því aukist í mannskæðum plágum og andstæðurnar milli
ríkra og snauðra fremur aukist en minnkað. Hugsanlega er þetta sá veru-
leiki sem heimsósómakveðskapurinn er sprottinn úr.84
Hannes Finnsson áfelldist almúgann fyrir los og lausung er hann taldi
hafa fylgt „hallærishungrinu“. Bjarni skáldi leit öðruvísi á í hinu beitta 5.
erindi Aldasöngs. Þar kallaði hann þá sem auðgast höfðu á ástandinu miklu
frekar til félagslegrar ábyrgðar en síður hina snauðu sem vissulega reyndu
að bjarga lífi sínu – hugsanlega með ránum og stuldum – þegar ölmusu-
gæði hinna ríku hrukku ekki til. Þá dregur 4. erindið fram óhóf og græðgi
hinna ríku sem sækjast eftir veraldlegum munaði (sjá skáletur) en gleyma
því sem meiru skiptir, þ.e. eftirvæntingunni eftir hinni eskatólógísku
framtíð er brúðguminn, Kristur vitjar sinna (sjá lokahendingar og nmgr.
81 Sama rit, 1.
82 Sama rit, 1.
83 Axel Kristinsson, Hnignun, hvaða hnignun?, 170.
84 Guðrún Nordal, Skiptidagar, 75–76, 80.
„ aLLt HafÐ I annan rÓ M […]“