Milli mála - 2018, Side 14
AVÓKADÓ OG MAÍS
14 Milli mála 10/2018
kallaður trigo de las Indias3, ,korn frá Indíum‘, avókadó var líkt við
gráfíkju4 en fékk síðar heitið pera, chili kallaðist piparjurt og þar fram
eftir götunum.5 Þegar fram liðu stundir fóru aðkomumenn að nota
orð og heiti úr tungumálum frumbyggja, oft ásamt skýringum, og
tóku þar með upp mörg ný orð í spænsku. Þessi tökuorð bárust með
þeim til Gamla heimsins ýmist í ræðu eða riti, í fyrstu til Spánar
en með tíð og tíma bárust þau yfir í önnur Evrópumál, oft ásamt
afurðinni eða fyrirbærinu sem þau vísuðu til. Leið orðanna var greið,
því það voru ekki til orð yfir hið nýja í viðtökumálunum en nýjungar
af öllu tagi kalla á ný hugtök og heiti.
Flest orðin sem voru tekin upp í spænsku eftir komu Spánverja
til Nýja heimsins eru úr taíno, máli indíána á Stóru-Antillaeyjum
í Karíbahafi, nahuatl, tungumáli Asteka í Mexíkó, og quechua,
tungumáli Inka í Suður-Ameríku. En einnig hafa ratað inn í málið
orð úr aravak, aimara, maya, tupí og guaraní. Önnur indíánamál
lögðu til stöku orð.6 Það kemur ekki á óvart að þetta hlutfall sé
svipað í öðrum evrópskum viðtökumálum.
Aðkomuorðin úr frumbyggjamálunum heyra undir ákveðin
merkingarsvið. Flest eru þau heiti á plöntum, jurtum, trjám og
ávöxtum. Önnur falla undir dýraheiti, þá eru orð sem lúta að veður-
fari, siglingum, fatnaði og náttúrufyrirbærum auk orða yfir ýmsar
afurðir, svo að helstu svið séu nefnd.
3 José de Acosta, Historia natural y moral de las Indias, México: Fondo de Cultura Económica, 2006
[1590] bls. 190. Acosta greinir frá því að Ítalir kalli maís korn frá Tyrklandi eða tyrkneskt korn.
4 Fray Toribio de Benavente o Motolinia, Historia de los indios de la Nueva España, ritstj. Edmundo
O’Gorman, México: Editorial Porrua, 1984, bls. 157.
5 Um þetta má lesa frekar í Emma Martinell Gifre, La comunicación entre españoles e indios: palabras y
gestos, Madrid: Mapfre, 1992. Antonio Torres Torres, Procesos de americanización del léxico hispánico,
Valencia: Universitat de Vàlencia, 2004. Sami höfundur, „Los procesos de denominación de la
nueva realidad americana“, De América a Europa. Denominaciones de alimentos americanos en lenguas
europeas, ritstj. Erla Erlendsdóttir, Emma Martinell og Ingmar Söhrman, Frankfurt am Main/
Madrid: Iberoamericana-Vervuert, 2017, bls. 35–46.
6 José María Enguita Utrilla, Para la historia de los americanismos léxicos, Frankfurt am Main/Berlin/
Bern/Bruxelles/New York/Oxford/Wien: Peter Lang, 2004. Tomás Buesa Oliver og José María
Enguita Utrilla, Léxico del español de América: su elemento patrimonial e indígena, Madrid: Mapfre,
1992. Emma Martinell Gifre, La comunicación entre españoles e indios: palabras y gestos, Madrid:
Mapfre, 1992. F. Ligorred, Paraules de les llengües d’Amèrica, Barcelona: Generalitat de Catalunya,
1992. Pedro Henríquez Ureña, Para la historia de los indigenismos, Buenos Aires: Facultad de
Filosofía y Letras de la Universidad de Buenos Aires, 1983. Miguel León-Portilla, „Otro testi-
monio de aculturación hispano-indígena: Los nahuatlismos en el castellano de España“, Revista de
Antropología Americana v. XI (1981), bls. 219–243. Hugo A. Mejías, Préstamos de lenguas indígenas
en el español americano del siglo XVII, México: Universidad Nacional Autónoma de México, 1980.