Milli mála - 2018, Side 15

Milli mála - 2018, Side 15
ERLA ERLENDSDÓTTIR Milli mála 10/2018 15 Í þessari grein verður fjallað um tvö orð sem eiga rætur í tungu- málum frumbyggja spænsku Ameríku7 og hafa verið tekin upp í ýmis Evrópumál; hér verður sjónum einkum beint að norðurger- mönsku tungumálunum: dönsku, íslensku, norsku og sænsku. Orðin sem um ræðir eru af merkingarsviðinu nytjajurtir, ahuacatl ,avókadó‘ og mahiz ,maís‘, og koma upprunalega úr nahuatl-máli í Mexíkó og taíno-máli sem var talað á Antillaeyjum. Ætlunin er að varpa ljósi á sögu8 orðanna, þ.e. uppruna þeirra, fyrstu rituðu heimildir um þau, og rekja leið þeirra frá upprunamáli yfir í spænsku og önnur viðtökumál og áfram til viðtökumálanna sem hér eru í brennidepli. Ekki er hugmyndin að fjalla ítarlega um form- eða merkingar- breytingar orðanna í viðtökumálunum þótt lauslega verði drepið á breytingar sem þau kunna hafa tekið á ferð sinni frá einu tungumáli til annars og aðlögun þeirra að málkerfi fyrrnefndra viðtökumála. Orðin sem urðu fyrir valinu eru hluti af orðaforða daglegs lífs í viðtökumálunum sem um ræðir. Fyrir vikið má gera ráð fyrir að þau komi fyrir í helstu orðabókum viðkomandi tungumála, sögulegum orðabókum, orðsifjabókum og þeim ýmsu gagnagrunnum sem eru aðgengilegir á vefsíðum, eða í seðlasöfnum, stofnana sem hafa með orð- og orðabókarannsóknir að gera, og þar var leitað fanga. Einnig hafa frumheimildir verið skoðaðar, einkum þýðingar og rit sem lúta að nýrri veröld í Vesturheimi. Þess má geta að orð úr tungumálum frumbyggja í spænsku Ameríku komu yfirleitt inn í viðtökumálin í ritmáli, öðrum heimildum um orðin er augljóslega ekki til að dreifa, en elstu ritdæmi margra orðanna í norrænum málum er að finna, líkt og í öðrum evrópskum viðtökumálum, í ritum af ýmsum toga. Má þar nefna til dæmis þýðingar, ferðasögur, fræðitexta, mat- reiðslubækur, orðasöfn og orðabækur, tímarit og dagblöð. Efnisskipan greinarinnar er þannig að í öðrum kafla eru áður- nefnd orð kynnt til sögunnar. Í kafla 2.1 er fjallað um orðið avókadó. Þá er sjónum beint að maís í kafla 2.2 og greininni lýkur svo með samantekt og lokaorðum. 7 Hér er átt við þann hluta Ameríku þar sem nú er töluð spænska, til aðgreiningar frá þeim svæðum í Ameríku þar sem töluð er portúgalska, franska, enska og hollenska. 8 Nálgunin er menningar- og orðsöguleg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Milli mála

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.