Milli mála - 2018, Side 24
AVÓKADÓ OG MAÍS
24 Milli mála 10/2018
í samfélögum frumbyggja í Ameríku en plantan gegndi auk þess
þýðingarmiklu hlutverki í trú og menningu indíána.
Maísplantan var meðal ýmissa jurta og afurða frá Vestur-Indíum
sem Kólumbus og menn hans höfðu með sér heim til Spánar árið
1493. Nafn plöntunnar barst einnig með landafundamönnum austur
um haf, það er að segja taínskt heiti hennar. Það kemur fyrst fyrir í
leiðarbók sem Kólumbus skrifaði í þriðju ferð sinni til Vestur-Indía
árið 1498 með rithættinum mahiz67 ásamt þeirri skýringu að um sé
að ræða einhvers konar korn sem eyjaskeggjar í Karíbahafi noti til
brauðgerðar.68 Orðið kemur víða fyrir í kronikum sagnaritara, ferða-
sögum hermanna og ritum trúboða. Hér mætti nefna merka kroniku
Pedros Mártir de Anglería69 sem var rituð á latínu eftir frásögnum
landafundamanna en þar er orðið í latneskum búningi: maizium. Þá
mætti tilgreina bréf Hernáns Cortés sem voru skrifuð í Mexíkó á
árunum 1519 til 152670 og skrif Bartolomés de Las Casas frá fyrri
hluta 16. aldar.71 Fernández de Oviedo fjallar ítarlega um kornið í
Indíasögu sem var skrifuð á árunum 1535–155772 og í styttri útgáfu
Indíasögunnar, Sumario de la natural historia de las Indias, frá 1526.73
Næstu aldir kemur heiti plöntunnar og kornsins fyrir í verkum
fjölda annarra spænskra kronikuritara. Í þessum textum er orðið alla-
jafna með rithættinum maís eða maíz og er síðarnefnda orðmyndin
notuð í spænsku nútímamáli.74 Þessir textar og fleiri voru að hluta
til eða að öllu leyti þýddir á önnur Evrópumál þegar á 16. öld og
barst orðið í þýðingum norður eftir álfunni.
67 CORDE.
68 Sama rit. Cristóbal Colón, Los cuatro viajes. Testamento, bls. 234.
69 Petrus Martyr Anglerius, De orbe novo Decades. Hér er notast við spænska þýðingu verksins: Pedro
Mártir de Anglería, Décadas del Nuevo Mundo, Madrid: Polifemo, 1989 [1516–1530]. Sjá einnig:
Erla Erlendsdóttir, „„Landa uppleitan og ókunnar siglingar“. Um landafundina og Nýja heiminn
í evrópskum skrifum“, Ritið 3/2011, bls. 119–149, hér bls. 126–128.
70 Hernán Cortés, Cartas de relación, ritstj. Ángel Delgado Gómez, Madrid: Clásicos Castalia, 1993.
Erla Erlendsdóttir, „„Landa uppleitan og ókunnar siglingar““, bls. 140–141.
71 Bartolomé de Las Casas, Historia de las Indias, ritstj. Carlo Agustín Millares, México/Buenos Aires:
Fondo de Cultura Económica, 1965. Sjá einnig María Antonieta Andión Herrero, Los indigenismos
en la Historia de las Indias de Bartolomé de Las Casas, Madrid: Gredos, 2004.
72 Gonzalo Fernández de Oviedo, Historia general y natural de las Indias, ritstj. Juan Pérez de Tudela
Bueso, Madrid: Biblioteca de autores españoles, 1992 [1535–1557].
73 Gonzalo Fernández de Oviedo, Sumario de la natural historia de las Indias, ritstj. José Miranda,
México: Fondo de Cultura Económica, 1996 [1526].
74 CORDE. DRAE = Real Academia Española, Diccionario de la lengua española, Madrid: Espasa, 2014,
http://dle.rae.es/ [sótt 15. desember 2018], s. v. maíz.