Milli mála - 2018, Qupperneq 68
TARTUFFE Í SÖGU OG SAMTÍÐ
68 Milli mála 10/2018
legar fýsnir14 og áreitir húsmóðurina í öðru atriði þar sem hún færir
stól sinn frá honum og hann eltir hana á sínum stól, samkvæmt
fyrirmælum Molières í leiktexta. Fyrsta leikgerðin hefur því að
öllum líkindum verið beittari ádeila á skinhelgi klerkastéttarinnar
og ekki eins pólitísk og lokagerð leikritsins þar sem stór hluti af
fimmta þætti er lofræða um stjórnvisku konungs.15 Atriði Maríönnu
og Valère í öðrum þætti eru kómísk en öllu ljúfari en önnur atriði
leikverksins. Það bendir einnig til að þess að elskendunum hafi verið
bætt við til að milda ádeiluna í gamanleiknum og fá banninu á
honum aflétt. Enn fremur eru í verkinu vísbendingar um að Tartuffe
hafi lagt stein í götu Damisar, sonar Orgons, til að koma í veg fyrir
brúðkaup hans. Þannig má leiða líkur að því að reiði Damisar hafi
hrint atburðarásinni af stað og að hlutverk hans hafi verið stærra í
fyrri gerð leikritsins.16
Hirðin hló hjartanlega að leiknum en þessi beiska kómedía var
ekki til þess fallin að geðjast klerkunum, því loddarinn andstyggi-
legi viðhafði orðræðu sem þeim var töm. Þannig segist Tartuffe
vilja verja fénu sem Orgon ánafnaði honum „til dýrðar Himni og
meðbræðrum til mikils gagns“17 en það var bein vísun í einkenni-
sorð trúarreglu Hins heilaga sakramentis (fr. La Compagnie du Saint-
Sacrement), leynifélags skipuðu aðalsmönnum og þingmönnum úr
borgarastétt sem beittu áhrifum sínum á konungsvaldið í þágu
kaþólsku kirkjunnar.18 Þessi einkennisorð voru mjög vel þekkt og því
gat engum dulist að Tartuffe væri hárbeitt ádeila á siðferðispostula
reglunnar. Skopstælingin var þeim mun beittari sem Tartuffe er lýst
sem rjóðum í kinnum, feitum og sællegum matháki.19 Enn fremur
áreitir hann kynferðislega flestar konur sem hann umgengst, en það
er í beinni mótsögn við þær andlegu dyggðir og meinlætalíf sem
hann talar fyrir. Háðið sveið því meir sem fordæming hræsninnar
14 Í mjög frægu tilsvari („Couvrez ce Sein, que je ne saurais voir“, III, 2, 860) sem í þýðingu Karls
Guðmundssonar útleggst sem: „Byrgið þennan barm, / hann særir mína sjón.“ Í Molière, Þrjú
leikrit, bls. 34.
15 Georges Forestier og Claude Bourqui, „Notice“, bls. 1365.
16 Georges Forestier og Claude Bourqui, „Notice“, bls. 1364.
17 V, 1, 1248. Þýðing Karls Guðmundssonar. Á frönsku hljóma einkennisorðin svo: „Pour la gloire
du Ciel et le bien du prochain.“
18 Georges Couton, „Notice“, bls. 862 og 868.
19 Tartuffe, I, 4, 233–234, sbr. þýðingu Karls Guðmundssonar: „Tartuff? Hann / er stólpa-stálsleginn
// og stór og feitur, – rjóður vangi og munnurinn.“ Í Molière, Þrjú leikrit, bls. 13.