Milli mála - 2018, Page 72
TARTUFFE Í SÖGU OG SAMTÍÐ
72 Milli mála 10/2018
um siðferðilega vitund utan trúarinnar – sem átti eftir að ryðja sér
til rúms á upplýsingaröld – verið í burðarliðnum í skugga kirkju og
einveldis þegar á 17. öld, hugsun sem í gamanleikjum Molières hafi
glögglega birst í formi alþýðuspeki og borgaralegra hygginda.27
Þannig má sjá í formála að leikritinu, sem Molière skrifaði árið
1669 til varnar ádeilu í gamanleikjum, að leikskáldið gerði skýran
greinarmun á sannri trú og hræsni og kvaðst láta Tartuffe koma
fyrst fram í þriðja þætti til að rödd hins „sanna góða manns“ fengi
að hljóma í leikhúsinu sem mótvægi við fáfengileika hræsnarans.28
4. Öfgatrú og einangrun í heimi eftirsannleika
Spurningin um trú og stöðu Tartuffes var þegar óljós á tímum
Molières og gefur enn í dag tilefni til ólíkra túlkana. Leikstjórar
samtímans virðast ekki síður beina sjónum að fjölskyldunni sem
kerfi og birtingarmynd þjóðfélags. Spurningarnar sem lögð er
áhersla á í sýningunum varða það hvers konar fólk lætur hafa allt
af sér og einkum hvað það er sem gerir fólk ginnkeypt fyrir blekk-
ingum. Í því sambandi verður leikstjórum og leiklistargagnrýn-
endum tíðrætt um áróður og eftirsannleika sem skilgreindur hefur
verið sem hugtak er „varði eða gefi til kynna kringumstæður þar
sem hlutlægar staðreyndir hafa minni áhrif á mótun almenningsálits
heldur en ákall til tilfinninga og persónulegra skoðana“.29
Ein áhrifamesta uppsetning síðari tíma á gamanleiknum er, að
margra mati, uppfærsla frönsku leikstýrunnar Ariane Mnouchkine
sumarið 1995 á Avignon-leiklistarhátíðinni í Frakklandi, sem er
stærsta leiklistarhátíð í heimi og árlegur viðburður.30 Með upp-
setningu sinni á verkinu skar hún upp herör gegn íslömsku trúarof-
27 Paul Bénichou, Morales du grand siècle, bls. 281.
28 Molière, „Préface“ í Molière, Œuvres complètes II, bls. 92. Hinn sanni góði maður (fr. [le] véritable
Homme de bien) í trúarlegum skilningi er Cléante, bróðir Elmíru, sjá I. þátt, 5. atriði.
29 Lee MacIntyre, Post-Truth, Cambridge, MA, The MIT Press, Essential Knowledge Series, 2018,
bls. 5. Sjá einnig Jayson Harsin, „Post-Truth and Critical communication“, Oxford Research
Encyclopedia of Communication, 2018, 1–36, DOI: 10.1093/acrefore/9780190228613.013.757.
30 Sjá til dæmis Isabelle Calleja-Roque, „Molière actualisé par l’image dans les manuels de collège et
de lycée d’aujourd’hui“, Recherche & Travaux, 91/2017, https://journals.openedition.org/recherc-
hestravaux/934 og umfjöllun um helstu uppfærslur verksins í Frakklandi frá upphafi til aldamóta
2000 í Jean Serroy, „Les mises en scène du Tartuffe“, í Molière, Tartuffe, ritstj. Jean Serroy, París:
Gallimard, 2013 [1997], 187–202, einkum bls. 200.