Milli mála - 2018, Page 72

Milli mála - 2018, Page 72
TARTUFFE Í SÖGU OG SAMTÍÐ 72 Milli mála 10/2018 um siðferðilega vitund utan trúarinnar – sem átti eftir að ryðja sér til rúms á upplýsingaröld – verið í burðarliðnum í skugga kirkju og einveldis þegar á 17. öld, hugsun sem í gamanleikjum Molières hafi glögglega birst í formi alþýðuspeki og borgaralegra hygginda.27 Þannig má sjá í formála að leikritinu, sem Molière skrifaði árið 1669 til varnar ádeilu í gamanleikjum, að leikskáldið gerði skýran greinarmun á sannri trú og hræsni og kvaðst láta Tartuffe koma fyrst fram í þriðja þætti til að rödd hins „sanna góða manns“ fengi að hljóma í leikhúsinu sem mótvægi við fáfengileika hræsnarans.28 4. Öfgatrú og einangrun í heimi eftirsannleika Spurningin um trú og stöðu Tartuffes var þegar óljós á tímum Molières og gefur enn í dag tilefni til ólíkra túlkana. Leikstjórar samtímans virðast ekki síður beina sjónum að fjölskyldunni sem kerfi og birtingarmynd þjóðfélags. Spurningarnar sem lögð er áhersla á í sýningunum varða það hvers konar fólk lætur hafa allt af sér og einkum hvað það er sem gerir fólk ginnkeypt fyrir blekk- ingum. Í því sambandi verður leikstjórum og leiklistargagnrýn- endum tíðrætt um áróður og eftirsannleika sem skilgreindur hefur verið sem hugtak er „varði eða gefi til kynna kringumstæður þar sem hlutlægar staðreyndir hafa minni áhrif á mótun almenningsálits heldur en ákall til tilfinninga og persónulegra skoðana“.29 Ein áhrifamesta uppsetning síðari tíma á gamanleiknum er, að margra mati, uppfærsla frönsku leikstýrunnar Ariane Mnouchkine sumarið 1995 á Avignon-leiklistarhátíðinni í Frakklandi, sem er stærsta leiklistarhátíð í heimi og árlegur viðburður.30 Með upp- setningu sinni á verkinu skar hún upp herör gegn íslömsku trúarof- 27 Paul Bénichou, Morales du grand siècle, bls. 281. 28 Molière, „Préface“ í Molière, Œuvres complètes II, bls. 92. Hinn sanni góði maður (fr. [le] véritable Homme de bien) í trúarlegum skilningi er Cléante, bróðir Elmíru, sjá I. þátt, 5. atriði. 29 Lee MacIntyre, Post-Truth, Cambridge, MA, The MIT Press, Essential Knowledge Series, 2018, bls. 5. Sjá einnig Jayson Harsin, „Post-Truth and Critical communication“, Oxford Research Encyclopedia of Communication, 2018, 1–36, DOI: 10.1093/acrefore/9780190228613.013.757. 30 Sjá til dæmis Isabelle Calleja-Roque, „Molière actualisé par l’image dans les manuels de collège et de lycée d’aujourd’hui“, Recherche & Travaux, 91/2017, https://journals.openedition.org/recherc- hestravaux/934 og umfjöllun um helstu uppfærslur verksins í Frakklandi frá upphafi til aldamóta 2000 í Jean Serroy, „Les mises en scène du Tartuffe“, í Molière, Tartuffe, ritstj. Jean Serroy, París: Gallimard, 2013 [1997], 187–202, einkum bls. 200.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.