Milli mála - 2018, Blaðsíða 73

Milli mála - 2018, Blaðsíða 73
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR-URFALINO Milli mála 10/2018 73 stæki sem þá setti svip sinn á franskt samfélag í skugga borgara- styrjaldarinnar sem háð var í Alsír á árunum 1991–2002.31 Leikritið var nú látið gerast í Norður-Afríku. Tónlist, umgjörð og allir búningar voru sóttir í arabíska hefð og Tartuffe orðinn íslamskur öfgamaður. Sýningin varð umtöluð og lifði lengi í hugum fólks sem listrænt andsvar við hryðjuverkum ársins 1995. Í viðtali við franska tímaritið L’Express sagði Mnouchkine að ef hún hefði starfað í suðurríkjum Bandaríkjanna, hefði hún sett á svið lútherska sértrúar- söfnuði og ef hún hefði starfað í Póllandi, hefði hún beint sjónum að kaþólsku kirkjunni.32 Veikleiki túlkunar Mnouchkine þótti þó vera sá að Molière skrifaði persónu sína sem hræsnara eða loddara en íslamskir öfgamenn höfðu á tíunda áratugnum alla jafna þá ímynd að þeir væru heils hugar í trú sinni.33 Annað kom í ljós og því má til sanns vegar færa að uppsetning Mnouchkine hafi haft spádómsgildi á margan hátt. Á sama tíma var Tartuffe settur upp í klassískri uppfærslu sviss- neska leikstjórans Bennos Besson í Odéon-leikhúsinu í París. Í hans huga var heimilisfaðirinn Orgon áhugaverðasta persóna leikritsins: Ég hef tekið eftir því að ungt fólk er spennt fyrir Tartuffe, því hann er persónugervingur hinnar fullkomnu sjálfhverfu. Orgon er veikur af þessum manni og vírusinn sem sýkti hann gerði hann veikan af and- félagslyndi. Í öllum sjúkdómum er vírusinn áhugaverður en þó er sjúklingurinn enn áhugaverðari. Gleymum því ekki að Molière lék hlutverk Orgons. Þó hafa allir stórleikarar aldarinnar kosið að leika Tartuffe. Þegar ég sé nýfætt barn, hrífst ég af fullkominni sjálfhverfu 31 Alsír var frönsk nýlenda til ársins 1962 og því eru í Frakklandi margir íbúar af alsírskum uppruna. Öfgahópurinn Groupe islamique armé (Íslamska herdeildin) frá Alsír hrinti af stað keðju hryðju- verkaárása í Frakklandi síðari hluta árs 1995. Mesta mannfallið varð í hryðjuverkaárásinni sem framin var í Saint-Michel-neðanjarðarlestarstöðinni í París þann 25. júlí 1995 en þar létust 8 manns og 117 særðust. Sjá Guy Pervillé, „Vingt ans après 1995: les attentats de Paris, Lyon et Lille reconsidérés“, Le Figaro, 24. júlí 2015, http://www.lefigaro.fr/histoire/2015/07/24/26001- 20150724ARTFIG00066-vingt-ans-apres-1995-les-attentats-de-paris-lyon-et-lille-reconsideres. php [sótt 19. september 2018]. 32 Véronique Jacob, „À chacun son Tartuffe“, L’Express, 12. október 1995, https://www.lexpress.fr/ informations/a-chacun-son-tartuffe_610166.html [sótt 19. september 2018]. 33 Institut national de l’audiovisuel, FR3 SOIR3, „Tartuffe de Molière, mis en scène par Ariane Mnouchkine au Festival d’Avignon“, 9. júlí 1995, https://fresques.ina.fr/en-scenes/fiche-media/ Scenes00280/tartuffe-de-moliere-mis-en-scene-par-ariane-mnouchkine-au-festival-d-avignon. html [sótt 19. september 2018].
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.