Milli mála - 2018, Page 90

Milli mála - 2018, Page 90
NÆRVERA OG TÚLKUN ÞÝÐANDANS 90 Milli mála 10/2018 Í íslenskri bókmenntasögu er þessi bók, sem fyrst leit dagsins ljós árið 1850 í Kaupmannahöfn, gjarnan álitin fyrsta sjálfstæða skáld- sagan og hefur orðið mörgum að umfjöllunarefni gegnum tíðina.3 Önnur útgáfa með breytingum höfundar kom út í Reykjavík árið 1867.4 Í nýrri íslenskum rannsóknum hafa ýmsir þættir þessara tveggja útgáfna verið bornir saman. Haraldur Bernharðsson skoðar málfarslega uppbyggingu textanna og greinir breytingar í rit- hætti, orðalagi og orðavali. Vegna mikillar útbreiðslu átti skáld- sagan verulegan þátt í þeirri stöðlun íslensks ritmáls sem átti sér stað á þessum tíma, en í henni fólst að ritmálið færðist fjær mæltu máli og nær eldra máli.5 Már Jónsson notast við áður lítt skoðaðar heimildir, svo sem sendibréf, reikninga og uppskriftir dánarbúa, til að varpa ljósi á sérstæða þætti í útgáfuferli og dreifingu beggja útgáfna. Samhliða þessu bendir hann á tvö áberandi innskot sem höfundur bætti inn í síðari útgáfuna, sem eru einkum áhugaverð í tengslum við greiningu á þýðingunni.6 Viðfangsefni þessarar umfjöllunar er greining á tilteknum þáttum í þýskri þýðingu Jósefs C. Poestion. Sjónum verður sér- staklega beint að notkun þýðandans á hliðartextum (e. paratexts). Þar sem Poestion endurskoðaði þýðingu sína og gaf hana út oftar en einu sinni, gefst hentugt tækifæri til samanburðar og mats á breytingunum sem hann réðst í. Þar að auki gefur samanburður við aðrar þýðingar Poestions úr íslensku vísbendingar um þýðingar- stefnu hans og afstöðu til þýðinga almennt. Einnig verður tekið mið af öðrum ritum höfundar um Ísland sem geta varpað ljósi á viðhorf hans til viðfangsefnisins. Reynt verður að svara spurningum eins og: Hvert er markmið hans með skrifum sínum um Ísland og þýðingum á íslenskum bókmenntum? Hvernig metur hann textana sem hann þýðir og hvernig vill hann kynna þá fyrir lesendum sínum? Hvað 3 Jón Thoroddsen, Piltur og stúlka. Dálítil frásaga, Kaupmannahöfn, 1850; endurútgefin af Má Jónssyni: Jón Thoroddsen, Piltur og stúlka. Dálítil frásaga, Selfoss: Sæmundur, 2018; Steingrímur J. Þorsteinsson, Jón Thoroddsen og skáldsögur hans 1–2, Reykjavík: Helgafell, 1943; Matthías V. Sæmundsson, „Rómantísk skáldsagnagerð“, Íslensk bókmenntasaga III, ritstj. Halldór Guðmundsson, Reykjavík: Mál og menning, 1996, bls. 495–588. 4 Jón Thoroddsen, Piltur og stúlka. Dálítil frásaga, Reykjavík, 1867. 5 Haraldur Bernharðsson, „Jón Thoroddsen og málstöðlun nítjándu aldar. Nokkur málfarsatriði í skáldsögunni Pilti og stúlku 1850 og 1867“, Orð og tunga 2017, bls. 77–127. 6 Már Jónsson, „Skáldsagan Piltur og stúlka. Prófarkir, prentun, dreifing, sala“, Saga. Tímarit Sögufélags 2/2016, bls. 143–171.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.