Milli mála - 2018, Síða 90
NÆRVERA OG TÚLKUN ÞÝÐANDANS
90 Milli mála 10/2018
Í íslenskri bókmenntasögu er þessi bók, sem fyrst leit dagsins ljós
árið 1850 í Kaupmannahöfn, gjarnan álitin fyrsta sjálfstæða skáld-
sagan og hefur orðið mörgum að umfjöllunarefni gegnum tíðina.3
Önnur útgáfa með breytingum höfundar kom út í Reykjavík árið
1867.4 Í nýrri íslenskum rannsóknum hafa ýmsir þættir þessara
tveggja útgáfna verið bornir saman. Haraldur Bernharðsson skoðar
málfarslega uppbyggingu textanna og greinir breytingar í rit-
hætti, orðalagi og orðavali. Vegna mikillar útbreiðslu átti skáld-
sagan verulegan þátt í þeirri stöðlun íslensks ritmáls sem átti sér
stað á þessum tíma, en í henni fólst að ritmálið færðist fjær mæltu
máli og nær eldra máli.5 Már Jónsson notast við áður lítt skoðaðar
heimildir, svo sem sendibréf, reikninga og uppskriftir dánarbúa,
til að varpa ljósi á sérstæða þætti í útgáfuferli og dreifingu beggja
útgáfna. Samhliða þessu bendir hann á tvö áberandi innskot sem
höfundur bætti inn í síðari útgáfuna, sem eru einkum áhugaverð í
tengslum við greiningu á þýðingunni.6
Viðfangsefni þessarar umfjöllunar er greining á tilteknum
þáttum í þýskri þýðingu Jósefs C. Poestion. Sjónum verður sér-
staklega beint að notkun þýðandans á hliðartextum (e. paratexts).
Þar sem Poestion endurskoðaði þýðingu sína og gaf hana út oftar
en einu sinni, gefst hentugt tækifæri til samanburðar og mats á
breytingunum sem hann réðst í. Þar að auki gefur samanburður við
aðrar þýðingar Poestions úr íslensku vísbendingar um þýðingar-
stefnu hans og afstöðu til þýðinga almennt. Einnig verður tekið mið
af öðrum ritum höfundar um Ísland sem geta varpað ljósi á viðhorf
hans til viðfangsefnisins. Reynt verður að svara spurningum eins og:
Hvert er markmið hans með skrifum sínum um Ísland og þýðingum
á íslenskum bókmenntum? Hvernig metur hann textana sem hann
þýðir og hvernig vill hann kynna þá fyrir lesendum sínum? Hvað
3 Jón Thoroddsen, Piltur og stúlka. Dálítil frásaga, Kaupmannahöfn, 1850; endurútgefin af Má
Jónssyni: Jón Thoroddsen, Piltur og stúlka. Dálítil frásaga, Selfoss: Sæmundur, 2018; Steingrímur J.
Þorsteinsson, Jón Thoroddsen og skáldsögur hans 1–2, Reykjavík: Helgafell, 1943; Matthías V.
Sæmundsson, „Rómantísk skáldsagnagerð“, Íslensk bókmenntasaga III, ritstj. Halldór Guðmundsson,
Reykjavík: Mál og menning, 1996, bls. 495–588.
4 Jón Thoroddsen, Piltur og stúlka. Dálítil frásaga, Reykjavík, 1867.
5 Haraldur Bernharðsson, „Jón Thoroddsen og málstöðlun nítjándu aldar. Nokkur málfarsatriði í
skáldsögunni Pilti og stúlku 1850 og 1867“, Orð og tunga 2017, bls. 77–127.
6 Már Jónsson, „Skáldsagan Piltur og stúlka. Prófarkir, prentun, dreifing, sala“, Saga. Tímarit
Sögufélags 2/2016, bls. 143–171.