Milli mála - 2018, Page 93

Milli mála - 2018, Page 93
MARION LERNER Milli mála 10/2018 93 „eina bókmenntasagan sem vér eigum“.17 Nær 100 árum síðar lagði Sveinn Yngvi Egilsson áherslu á sérstakt gildi bókarinnar, einkum vegna mikilla samskipta höfundarins við Steingrím Thorsteinsson, Benedikt Gröndal og Grím Thomsen.18 Eftir að Eislandblüten kom út lofaði Steingrímur Thorsteinsson Poestion fyrir einstaka skáldskapargáfu og Matthías Jochumsson kallaði eftir því opinber- lega árið 1905 að hann fengi fjárhagslegan stuðning frá Íslandi.19 Árið 1906 bauð íslenska ríkisstjórnin honum loks í hans fyrstu og einu Íslandsferð og var tekið á móti honum sem heiðursgesti í Reykjavík.20 Að ferðinni lokinni hélt Poestion störfum sínum áfram og samdi meðal annars ferðalýsingu byggða á ýmsum heimildum, sem þó leit aldrei dagsins ljós.21 Aftur á móti gaf hann út bók um skáldið Steingrím Thorsteinsson árið 1912 sem geymdi ekki færri en 60 þýdd ljóð.22 Á árum fyrri heimsstyrjaldar fékk Poestion styrk frá íslenska ríkinu og var honum boðin bæði prófessorsstaða við Háskóla Íslands og staða forstöðumanns Landsbókasafnsins, sem hann afþakkaði þó báðar af persónulegum ástæðum. 3. Sýnileiki þýðandans Í þýðingunni á Pilti og stúlku kemur fljótt í ljós að nærvera þýðand- ans er óvenju mikil. Strax á titilsíðunni er nafn hans skýrt tekið fram, feitletrað og í áberandi leturgerð, þótt það sé smærra en nafn höfundarins. Þess utan hefur titill bókarinnar verið lengdur og upplýsingum um þýðinguna bætt við. Á eftir titilsíðunni kemur tileinkun upp á heila blaðsíðu. Fyrir lesendur þýðingarinnar hefur þessi tileinkun verið heldur ruglandi, því hún beinist ekki að höf- undi bókarinnar heldur að öðrum íslenskum rithöfundi, Steingrími Thorsteinssyni, sem þýðandinn mat mikils. Næst fylgir ítarlegur inngangur eftir þýðandann. Í fyrstu útgáfunni er hann fjórar blað- 17 Friðrik J. Bergmann, „Jósef C. Poestion“, Aldamót 13/1903, bls. 171–173, hér bls. 172. 18 Sveinn Yngvi Egilsson, Arfur og umbylting. Rannsókn á íslenskri rómantík, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag og ReykjavíkurAkademían, 1999, bls. 16. 19 Steingrímur Thorsteinsson, „Ritdómur: Eislandblüten“, Skírnir 79/1905, bls. 87–88; Matthías Jochumsson, „Íslensk hringsjá: Eislandblüten“, Eimreiðin 11/1905, bls. 154–155. 20 A.G.F., „Joseph Calsanz Poestion“, Vestri 7. júlí 1906. 21 Alexander Jóhannesson, „J.C. Poestion“, Eimreiðin 26/1920, bls. 332–335. 22 Joseph Calasanz Poestion, Steingrímur Thorsteinsson. Ein isländischer Dichter und Kulturbringer, Leipzig og München: Verlag Georg Müller, 1912.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.