Milli mála - 2018, Blaðsíða 93
MARION LERNER
Milli mála 10/2018 93
„eina bókmenntasagan sem vér eigum“.17 Nær 100 árum síðar lagði
Sveinn Yngvi Egilsson áherslu á sérstakt gildi bókarinnar, einkum
vegna mikilla samskipta höfundarins við Steingrím Thorsteinsson,
Benedikt Gröndal og Grím Thomsen.18 Eftir að Eislandblüten
kom út lofaði Steingrímur Thorsteinsson Poestion fyrir einstaka
skáldskapargáfu og Matthías Jochumsson kallaði eftir því opinber-
lega árið 1905 að hann fengi fjárhagslegan stuðning frá Íslandi.19
Árið 1906 bauð íslenska ríkisstjórnin honum loks í hans fyrstu
og einu Íslandsferð og var tekið á móti honum sem heiðursgesti í
Reykjavík.20 Að ferðinni lokinni hélt Poestion störfum sínum áfram
og samdi meðal annars ferðalýsingu byggða á ýmsum heimildum,
sem þó leit aldrei dagsins ljós.21 Aftur á móti gaf hann út bók um
skáldið Steingrím Thorsteinsson árið 1912 sem geymdi ekki færri
en 60 þýdd ljóð.22 Á árum fyrri heimsstyrjaldar fékk Poestion styrk
frá íslenska ríkinu og var honum boðin bæði prófessorsstaða við
Háskóla Íslands og staða forstöðumanns Landsbókasafnsins, sem
hann afþakkaði þó báðar af persónulegum ástæðum.
3. Sýnileiki þýðandans
Í þýðingunni á Pilti og stúlku kemur fljótt í ljós að nærvera þýðand-
ans er óvenju mikil. Strax á titilsíðunni er nafn hans skýrt tekið
fram, feitletrað og í áberandi leturgerð, þótt það sé smærra en nafn
höfundarins. Þess utan hefur titill bókarinnar verið lengdur og
upplýsingum um þýðinguna bætt við. Á eftir titilsíðunni kemur
tileinkun upp á heila blaðsíðu. Fyrir lesendur þýðingarinnar hefur
þessi tileinkun verið heldur ruglandi, því hún beinist ekki að höf-
undi bókarinnar heldur að öðrum íslenskum rithöfundi, Steingrími
Thorsteinssyni, sem þýðandinn mat mikils. Næst fylgir ítarlegur
inngangur eftir þýðandann. Í fyrstu útgáfunni er hann fjórar blað-
17 Friðrik J. Bergmann, „Jósef C. Poestion“, Aldamót 13/1903, bls. 171–173, hér bls. 172.
18 Sveinn Yngvi Egilsson, Arfur og umbylting. Rannsókn á íslenskri rómantík, Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag og ReykjavíkurAkademían, 1999, bls. 16.
19 Steingrímur Thorsteinsson, „Ritdómur: Eislandblüten“, Skírnir 79/1905, bls. 87–88; Matthías
Jochumsson, „Íslensk hringsjá: Eislandblüten“, Eimreiðin 11/1905, bls. 154–155.
20 A.G.F., „Joseph Calsanz Poestion“, Vestri 7. júlí 1906.
21 Alexander Jóhannesson, „J.C. Poestion“, Eimreiðin 26/1920, bls. 332–335.
22 Joseph Calasanz Poestion, Steingrímur Thorsteinsson. Ein isländischer Dichter und Kulturbringer,
Leipzig og München: Verlag Georg Müller, 1912.